VILTU SLÁST Í HÓPINN?
Félag kvenna í
atvinnulífinu
Tilgangur félagsins er að styrkja enn stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi og fjölga konum í stjórnunarstöðum og í eigin rekstri.
Markmið félagsins er að styðja við vöxt og frama kvenna, auka nýsköpun meðal þeirra og annan atvinnurekstur, ásamt því að efla samstöðu og samstarf þeirra á meðal.
Sparaðu þér sporin
Ert þú félagskona FKA?
Vertu hluti af öflugu tengslaneti sem hefur það að markmiði að styrkja konur í atvinnulífinu! FKA vinnur náið með fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera til að efla hlut kvenna í stjórnunarstöðum og stjórnum. Með því að vera félagskona tekur þú þátt í að stuðla að breytingum sem tryggja jafnvægi og fjölbreytileika í atvinnulífinu.
FKA býður félagskonum upp á fjölbreytta viðburði, fræðslu og ráðgjöf, ásamt því að vinna að því að breyta lögum og venjum í þágu jafnréttis. Félagið var stofnað árið 1999 og hefur síðan þá unnið að því að auka sýnileika og áhrif kvenna í íslensku atvinnulífi.
Félagsgjald er 28.400 kr. með sérkjörum fyrir konur undir 30 ára aldri og yfir 65 ára aldri. Komdu og vertu hluti af öflugu samfélagi sem hefur áhrif!

Styrktaraðili FKA.is

Sýnileikadagur FKA