Beint í efni
Mínar síður

Mentorverkefni FKA Framtíðar

Mentorverkefnið er frábær leið til að komast hraðar að þínum markmiðum í lífinu!

Verkefnið gengur út á að para saman reynslumiklar og flottar konur úr atvinnulífinu við aðrar ungar og efnilegar konur skráðar í FKA Framtíð sem hafa einlægan áhuga á að læra af reynslu þeirra sem eldri og eða reyndari eru. Stjórn FKA Framtíðar hefur í gegnum tíðina fengið til liðs við sig fjölda kvenkyns stjórnenda og hefur verkefnið verið gífurlega vinsælt. Alltaf er meiri eftirspurn en hægt er að anna. 

Mentor samband

Mentor samband felur í sér ráðgjöf og hlustun í báðar áttir.  Mentor og mentee deila upplýsingum og reynslu í trúnaði og fá stuðning og rýni til gagns í öruggu umhverfi. Mesta virðið er að lyfta hvor annarri upp og tengjast, sérstaklega þegar tenging og jákvæð uppbygging kemur óvænt.

Fjöldi þekktra dæma eru til um viðskiptasambönd sem hafa myndast vegna tengingar innan FKA og tengslanets við aðrar konur sem nær jafnvel út fyrir félagið. Styrkleikar okkar og tengslanet getur alltaf hjálpað annarri konu að þróast og styrkjast enn frekar. Mentorar geta lært jafn mikið af þeim sem yngri eru og dýrmætt er þegar konur hvetja hvor aðra og mynda ævilöng vinasambönd.

Hverjar mega sækja um?

Allar félagskonur FKA geta sótt um að vera mentorar í verkefninu, en mentee þurfa að vera félagskonur FKA Framtíðar og hafa greitt félagsgjöld til að vera gjaldgengar í verkefnið. Verkefnið er ætlað þeim sem vilja auka þekkingu sína, fá leiðsögn varðandi starfsþróun eða önnur málefni, og styrkja tengslanet sitt innan samtakanna. Þetta er frábært tækifæri til persónulegs og faglegs vaxtar fyrir bæði mentora og menteea.

Hvernig virkar verkefnið? 

Stjórn FKA Framtíðar hefur fengið til liðs við sig hóp reynslumikilla kvenna úr atvinnulífinu sem eru tilbúnar að veita leiðsögn og stuðning sem mentorar fyrir félagskonur í FKA Framtíð. Þessar konur hafa mikla reynslu og brennandi áhuga á að styðja við starfsþróun og vöxt þátttakenda í verkefninu.

Get ég valið mentor/mentee?

Í mentorsverkefninu mun stjórn FKA Framtíðar sjá um að para saman mentora og menteea. Þó gefst bæði mentorum og menteeum tækifæri til að koma á framfæri óskum sínum um hverja þær myndu helst vilja vinna með. Reynt verður að taka mið af þessum óskum við pörun, en ekki er hægt að lofa að allar óskir verði uppfylltar.

Nýttu tækifærið!

Takmarkað pláss er í boði í þessu gríðarlega mikilvæga og eftirsótta verkefni!

Búið er að loka fyrir skráningu fyrir 2024-2025!

Dagskrá

Kick off fundur - nóvember

Skráðir mentorar verða kynntir, verkefnið útskýrt og hraðstefnumót haldið fyrir þátttakendur. Í hraðstefnumótinu gefst hverri konu 1 mínúta til að kynna sig og ræða sína reynslu og áskoranir við mentor.

Fræðslufundur - janúar

Upplýsingafundir fyrir mentora og menteea eru haldnir sitt í hvoru lagi, þar sem farið er yfir hlutverk þeirra og hvað felst í því að vera í mentor-sambandi. Fundirnir veita nauðsynlega innsýn og undirbúa þátttakendur fyrir farsælt samstarf.

Mentorsamstarf - janúar til maí

Áætlað er að mentor og mentee hittist 3-5 sinnum á tímabilinu, í klukkutíma í senn. Þeim er frjálst að aðlaga skipulagið og breyta fundarfjölda eða lengd fundanna eftir þörfum og samkomulagi, til að tryggja sem besta nýtingu tímans og árangur samstarfsins.

Mentor lokahóf - maí

FKA Framtíð býður öllum félagskonum FKA til gleðilegrar og stórskemmtilegrar kvöldstundar þar sem lok mentorsverkefnisins verður fagnað. Þetta er frábært tækifæri til að samgleðjast, tengjast og líta yfir farinn veg verkefnisins.

Lykilreynsla úr verkefninu

Verkefnið hefur reynst bæði mentorum og mentee mjög gefandi og nærandi. Fyrrum mentorar hafa lýst yfir mikilli ánægju og tekið fram að mikið virði hafa verið fyrir þá sem stjórnendur að fá innsýn mentee í þeirra áskoranir.

Takk Hildur Árnadóttir fyrir kraftinn og stuðninginn. Það er eins og það hafi gerst í gær að við settumst niður á fyrsta fundi í Mentorverkefninu og síðan þá hef ég stækkað um nokkur númer!

Svanhildur Jónsdóttir, deildarstýra fjárfestinga rafveitu hjá Veitum og formaður LeiðtogaAuðar.

Upphaf Mentorverkefnis

„Lærimeistaraverkefni LeiðtogaAuðar og FKA framtíðar,“ var yfirskriftin upphaflega á því sem nú heitir „Mentorverkefni FKA Framtíðar“, verkefni sem hefur þróast og stækkað með árunum í öflugt hreyfiaflsverkefni sem eftir er tekið.

Mikil ánægja hefur verið með verkefnið sem byrjaði sem „speed-date” og upplýsingafundi þann 30. október 2017. Í kjölfar þess fundar voru tengdar saman kraftmiklar konur sem sóttu um þátttöku í verkefninu, alls 23 pör frá FKA framtíð og reynslumiklum konum úr röðum LeiðtogaAuðar voru paraðar saman. Færri komast nú að en vilja, enda er verkefnið vinsælt, hefur fest sig í sessi og gefið mikið af sér eins og dæmin sanna.

Mentorverkefnið

  • Mentor samband
  • Hverjar mega sækja um?
  • Hvernig virkar verkefnið? 
  • Get ég valið mentor/mentee?
  • Nýttu tækifærið!
  • Dagskrá
  • Lykilreynsla úr verkefninu
  • Upphaf Mentorverkefnis