Greiðsluskilmálar
Innheimta félagsgjalda og gjalda til deilda FKA
Aðalgjalddagi félagsgjalda er einu sinni á ári og greiðast félagsgjöld til eins árs í senn.
Gjöld í deildir félagsins eru innheimt samhliða félagsgjöldum á aðalgjalddaga með eftirfarandi undantekningum:
- Ef félagskona skráir sig í deild þar sem innheimt er sérstakt félagsgjald er félagsgjald til þeirrar deildar innheimt sérstaklega einu sinni og gildir sú innheimta fram að næsta aðalgjalddaga félagsgjalda FKA. Eftir það eru félagagjöld einstaka deilda innheimt samhliða félagsgjaldi FKA á aðalgjalddaga.
- Framkvæmdastjóri FKA getur í undantekningartilvikum og með samþykki stjórnar þeirrar deildar sem um ræðir fallist á lækkun eða niðurfellingu gjalda til deilda félagsins ef styttra en 1 mánuður líður frá því að félagskona skráir sig í deild fram að aðalgjalddaga félagsgjalda hennar. Umsókn um slíka niðurfellingu skal berast félaginu í tölvupósti á netfangið fka@fka.is. Ekki er tekið við beiðnum um niðurfellingu gjalda á annan máta.
Að öðru leiti gilda reglur um félagsgjöld til einstaka deilda innan FKA.
Greiðslumöguleikar
Krafa er stofnuð í heimabanka félagskvenna og þeirra fyrirtækja sem eru skráðir greiðendur félagskvenna.
Ef fyrirtæki greiðir félagsgjöld fyrir félagskonu til FKA, er innheimt gjald tvisvar á ári ef hún velur deild innan FKA sem kostar sérstaklega. Það er á ábyrgð félagskonunnar að uppfæra upplýsingar um greiðanda ef hún skiptir um vinnuveitanda, til að tryggja rétta innheimtu. Hægt er að uppfæra þær upplýsingar inn á mínum síðum eða tilkynna með tölvupósti á netfangið fka@fka.is.
Staðfesting er send út þegar greiðsla hefur borist og þátttaka verið skráð.
Reikningur fyrir félagsgjaldi er aðgengilegur á heimabanka greiðanda undir rafræn skjöl.
Greiðslukort
Sett markmið FKA er að bjóða upp á aðrar greiðsluleiðir þar sem félagskonum býðst tækifæri á að greiða fyrir viðburði sem og félagsgjöld með öllum helstu kreditkortum í gegnum örugga greiðslugátt.
Endurgreiðsla
Greiðslur fyrir atburði er hægt að fá endurgreitt í sérstökum tilfellum ef tilkynnt er í tíma og áður en pantanir hafa verið frágengnar fyrir fundinn. Nánari skilyrði geta sérstaklega verið tekin fyrir í lýsingu atburðs.
Endurgreiðslutími er mislangur og fer eftir reglum valdrar greiðsluþjónustu.
Öryggi
Fyllsta öryggis er gætts með greiðslur fyrir atburði. Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhendar til þriðja aðila.
Úrsögn úr FKA
Segi félagskona sig úr FKA eða deildum félagsins skal það gert minnst viku fyrir aðalgjalddaga félagsgjalda. Félagsgjöld eru ekki endurgreidd fyrir það tímabil sem eftir er af félagsári. Hægt er að sækja um niðurfellingu ógreiddra félagsgjalda ef innan við mánuður er liðinn frá eindaga félagsgjalda og félagskona hefur ekki mætt á viðburði á vegum FKA. Umsókn um niðurfellingu félagsgjalda í framhaldi af úrsögn úr félaginu skal berast félaginu í tölvupósti á netfangið fka@fka.is. Ekki er tekið við beiðnum um niðurfellingu gjalda á annan máta.
Hvað gerist kerfislega?
- Allar úrsagnir úr félaginu skulu fara fram í gegnum vefsíðuna fka.is.
- Kreditreikningur fyrir útistandandi, ógreiddum félagsgjöldum er gefinn út sjálfkrafa.
- Ef reikningur er kominn fram yfir eindaga fellur hann ekki sjálfkrafa niður, sbr. reglu hér að ofan.
- Greidd félagsgjöld eru aldrei endurgreidd.
Vanskil á félagsgjöldum
- Þegar greiðsluseðill fyrir félagsgjöld til FKA eða deilda FKA er kominn fram yfir eindaga mun lokast sjálfkrafa á að félagskona geti skráð sig á viðburði.
- Við skil opnast aftur fyrir skráningar.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 5. september 2024.
Efnisval
- Innheimta félagsgjalda og gjalda til deilda FKA
- Greiðslumöguleikar
- Greiðslukort
- Endurgreiðsla
- Öryggi
- Úrsögn úr FKA
- Hvað gerist kerfislega?
- Vanskil á félagsgjöldum
- Varnarþing