FKA Vesturland
Hlutverk
FKA Vesturland er vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi til að efla tengslanet sitt og styrkja hverjar aðra. Markmið landsbyggðardeildarinnar er að stuðla að samheldni og samvinnu kvenna og vera hreyfiafl fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi.
Markmið
Fjölga tækifærum fyrir konur: Skapa fleiri tækifæri fyrir konur á Vesturlandi til að taka virkan þátt í atvinnulífinu, stjórnunarstöðum og nýsköpunarverkefnum.
Auka sýnileika kvenna: Tryggja að konur á Vesturlandi séu sýnilegar og virkir þátttakendur í atvinnulífi og samfélagsumræðu, bæði á staðnum og á landsvísu.
Styrkja samfélagið: Með því að efla þátttöku kvenna á Vesturlandi í atvinnulífinu stuðlum við að sjálfbærni og vexti samfélagsins í heild, sem nýtist öllum.
Tengslanet: Styrkja tengslanet kvenna á Vesturlandi og efla samstarf við aðrar deildir FKA um allt land til að skapa sameiginlega verkefnavettvang og sameiginlega þekkingu.
Helstu verkefni
FKA Vesturland stuðlar að samheldni og samvinnu kvenna með skipulagi á viðburðum þar sem konur hafa tækifæri til að fræðast, kynnast hver annarri og kynna störf sín og/eða fyrirtæki.
Stjórn skipuleggur viðburði þar sem konur hittast frá öllu Vesturlandi a.m.t. tvisvar sinnum á ári og dreifir staðsetningu þeirra um umdæmi nefndarinnar. Viðburðir geta bæði verið eingöngu á vegum nefndarinnar eða í samstarfi við aðrar nefndir FKA. Deildin sækir stærri viðburði félagsins um land allt þegar það á við og metið hverju sinni hvort það er raun eða raf.
Stjórn
Stjórn FKA Vesturlands fundar reglulega og gjarnan með hjálp fjarfundarbúnaðar enda stjórnarkonur búsettar víða í umdæmi deildarinnar. Stjórnarkonur nýta svo tækifærið og funda í eigin persónu í tengslum við viðburði nefndarinnar.
Saga
Starfsemi FKA Vesturlands hófst þann 18. apríl 2018 og var stofnfundur haldinn í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi, veitingahúsi sem fyrsti formaður nefndarinnar, Steinunn Helgadóttir, á og rekur ásamt manni sínum. Frumkvæði að stofnun deildarinnar átti hún ásamt nokkrum galvöskum konum á Snæfellsnesi.
FKA Vesturland
- Hlutverk
- Markmið
- Helstu verkefni
- Stjórn
- Saga