Beint í efni
Mínar síður

FKA Austurland

Hlutverk

Að efla konur í atvinnulífinu á Austurlandi með því að skapa öflugt tengslanet, stuðla að auknu samtali milli kvenna og fjölga tækifærum þeirra á svæðinu. Deildin vinnur að því að tengja saman konur frá öllum Austurlandi og tryggja að þær geti nýtt styrkleika sína, innsýn og þekkingu til að styrkja sig sjálfar, hvor aðra og atvinnulífið á svæðinu.

Markmið

Fjölga tækifærum fyrir konur: Skapa fleiri tækifæri fyrir konur í atvinnulífinu á Austurlandi með því að efla tengslanetið og samvinnu á milli þeirra.

Auka sýnileika kvenna: Tryggja að konur á Austurlandi séu sýnilegar og virkar þátttakendur í atvinnulífinu, með því að efla rödd þeirra og þátttöku í samfélagsumræðu.

Styrkja samfélagið: Byggja upp sterkt og sjálfbært atvinnulíf á Austurlandi með þátttöku og framlagi kvenna, sem eflir samfélagið í heild sinni.

Tengjast öðrum deildum FKA: Styrkja tengslin við aðrar deildir FKA um allt land og stuðla að samvinnu og sameiginlegum verkefnum.

Helstu verkefni

Það stendur til að greina þarfirnar og skapa spennandi tækifæri. Verður það gert með konum fyrir austan og samtali við félagskonur um landið allt.

Með því að standa fyrir hittingum og umræðum um mikilvæga þætti í atvinnulífinu, styður FKA Austurland konur í að taka virkan þátt í samfélaginu og atvinnulífinu á Austurlandi.

Stjórn 2023-2024

Stjórn mynduð á stofnfundi 25. maí 2023

Stjórn FKA Austurlands: Sigrún, Valdís, Ragna, Heiða, Jóhanna og Jóna. Agla, Hrafndís og Rebekka eru ekki á myndinni

Agla Heiður Hauksdóttir ráðgjafi
Hrafndís Bára Einarsdóttir hótelstjóri Hótel Stuðlagil – varakona
Heiða Ingimarsdóttir verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Múlaþingi
Jóhanna Heiðdal hótelstjóri Berjaya Iceland Hotel Egilsstöðum
Jóna Björt Friðriksdóttir sérfræðingur á vinnuverndarsviði hjá Vinnueftirliti ríkisins – varakona
Ragna S. Óskarsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri íslensks dúns
Rebekka Rán Egilsdóttir yfirmaður verktakaþjónustu hjá Alcoa í Evrópu
Valdís Björk Geirsdóttir eigandi snyrtistofunnar Draumey

*Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir framkvæmdarst. hjá 701 Hotels (sagði sig úr stjórn)

Saga FKA Austurlands

Konur á Austurlandi taka framtíðina í sínar hendur

Ljósmynd Andrea Róberts

Þær Ingunn Heiða Ingimarsdóttir og Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir voru í forsvari þegar beiðni barst stjórn FKA um að opna landsbyggðadeild á Austurlandi.

FKA Austurland, deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu var stofnuð þegar yfir eitt hundrað konur frá landinu öllu komu saman í VÖK Baths á Egilsstöðum 25. maí 2023. Þessi sögulegi stofnfundur markaði upphafið að nýju og kraftmiklu tengslaneti kvenna á Austurlandi, þar sem konur stimpluðu sig inn með öflugum hætti.

Á fundinum kynntu stjórnendur FKA starfsemina, þar sem meðal annars var fjallað um hvernig best megi styrkja stöðu kvenna á svæðinu. Ný stjórn FKA Austurland var kjörin og fékk það hlutverk að greina þarfi á svæðinu, móta starfið í takt við gildi og markmið Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.

FKA Austurland er kvennaafl á Austurlandi þar sem konur sameinast í að styrkja sig, hvor aðra og samfélagið allt. Austfirskar konur eru komnar á kortið með krafti.

FKA Austurland

  • Hlutverk
  • Markmið
  • Helstu verkefni
  • Stjórn 2023-2024
  • Saga FKA Austurlands