Beint í efni
Mínar síður

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, dómsmálaráðuneyti, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Verkefnið hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi.

Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórn/efsta lagi stjórnunar.

Er þitt fyrirtæki með?

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að jafnari hlut kvenna og karla í efsta lagi stjórnunar í íslensku atvinnulífi

Markmið

Að minnsta kosti 40/60 kynjaskipting í framkvæmdastjórn árið 2027

Staðan

Karlar eru 75% nýráðninga í æðstu stöður

Framtíðarsýn

Með sömu þróun næst markmiðið ekki fyrr en árið 2048

2048

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Verkefni Jafnvægisvogarinnar snúa að því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir og að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi, og birta niðurstöður. 

Jafnvægisvogin veitir árlega viðurkenningar til þeirra sem náð hafa markmiðum verkefnisins.

Þá stendur Jafnvægisvogin fyrir viðburðum og vekur máls á stöðu kynjanna þegar kemur að jöfnum tækifærum með það að markmiði að vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis.

Tilgangur og markmið

Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. 

Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.

Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. 

Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður.

Getur verið að staðan sé eins í dag?

Rétt' upp hönd auglýsing Jafnvægisvogar FKA frá árinu 2018

167

Fyrirtæki, allt frá litlum til stærstu fyrirtækja á landinu

22

Sveitafélög, um land allt vinna við innleiðingu

56

Opinberar stofnanir, um land allt vinna við innleiðingu

Hvað felst í þátttöku?

1

könnun

5

mínútur

5

svör

Kynjahlutfallið í framkvæmdastjórninni þarf ekki að vera jafnt til að taka þátt en sýna þarf vilja til að jafna hlutfallið á næstu árum.

Við sendum árlega stutta könnun til þátttakenda sem inniheldur nokkrar spurningar sem allar snúa að stöðu kynja innan fyrirtækisins.

Þetta er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Þátttakendur geta sett merki Jafnvægisvogarinnar á heimasíðu sína og þannig sýnt fram á þátttöku og vilja sinn til að setja jafnrétti í forgang. Vinnustaðir sem setja jafnrétti í forgang eru eftirsóknarverðir fyrir framsækið fólk, því rannsóknir hafa sýnt að aukið jafnrétti eykur starfsánægju.

Þau fyrirtæki sem náð hafa markmiðum Jafnvægisvogarinnar fá sérstaka viðurkenningu þess efnis en viðurkenningar eru veittar á árlegri viðurkenningarhátíð verkefnisins í október.

Taktu þátt í Jafnvægisvog FKA

Einfalt að taka þátt!

Taktu þátt í að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi.

Skrifað er undir viljayfirlýsingu þess efnis að heita því að vinna að markmiði Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. 

Helstu greinar og tíðindi

Um Jafnvægisvog FKA

Verkefnið var formlega sett af stað í mars 2018 og var fyrsta ráðstefna Jafnvægisvogarinnar haldin það sama ár. Á næstu ráðstefnu, árið 2019, voru í fyrsta sinn veittar viðurkenningar til þeirra þátttakenda sem höfðu náð 40/60 hlutfalli í framkvæmdastjórn.

Síðan þá hefur það verið árlegur viðburður að halda viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar og hefur fjöldi þátttakenda í verkefninu og fjöldi viðurkenningarhafa vaxið ár hvert.

Árið 2024 voru veittar viðurkenningar til 130 þátttakenda en í þeim hópi eru 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar.