Hreyfiaflsverkefni
Hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA
Með því að vera FKA kona fjárfestir þú í sjálfri þér og tekur þátt í fjölbreyttu starfi innan öflugs tengslanets kvenna. Félag kvenna í atvinnulífinu styður kvenleiðtoga til að sækja fram, auka sýnileika og þátttöku. Hreyfiaflsverkefni FKA hafa þróast með félaginu, sum fylgt því frá upphafi, önnur runnið sitt skeið á enda og ný verkefni komið í staðinn til að mæta þörfum félagskvenna og vera í takt við tímann.
FKA er oft uppspretta góðs hreyfiafls, eins og Jafnvægisvogarráðstefnan, sem setur umræðu um kynjajafnrétti á dagskrá. Við sláum þátttökumet á Sýnileikadegi og í Mentorverkefni, og árlega heiðrar félagið konur á Viðurkenningarhátíð. Með tilnefningum geta félagskonur og almenningur haft áhrif á hvaða þrjár konur verða heiðraðar, hefð sem hefur verið við lýði frá 1999.
Starfsár FKA er fjölbreytt víða um land – við hvetjum þig til að taka virkan þátt, bjóða þig fram í ábyrgðarstöður og taka að þér hlutverk.

Jafnvægisvog FKA
Mælitæki sem fylgist náið með kynjahlutfalli í stjórnum og framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja. Með Jafnvægisvoginni er stefnt að því að ná a.m.k. 40/60 hlutfalli í stjórnendastöðum til að tryggja jafnvægi, fjölbreytni og jafnrétti á æðstu stigum atvinnulífsins. Þetta verkfæri stuðlar að aukinni meðvitund og ábyrgð fyrirtækja í jafnréttismálum.

Mentorverkefnið
Stuðningsverkefni sem miðar að því að efla ungar konur í atvinnulífinu. Í gegnum verkefnið fá þær ráðgjöf og leiðsögn frá reyndum leiðtogum, sem hjálpar þeim að þróa hæfni sína, byggja upp sjálfstraust og mynda sterkt tengslanet til framtíðar. Verkefnið hefur reynst ómetanlegt fyrir konur sem vilja ná lengra og taka á sig ábyrgð í atvinnulífinu.

Sýnileikadagur
Árlegur viðburður eingöngu fyrir félagskonur þar sem þær fá tækifæri til að kynna verkefni sín og efla tengslanetið sitt. Dagurinn er hannaður til að styrkja stöðu kvenna í atvinnulífinu með því að auka sýnileika þeirra og gefa þeim vettvang til að sýna hæfni sína og framlag.

Viðurkenningarhátíð FKA
Árlegur viðburður þar sem konur eru heiðraðar fyrir framlag sitt og árangur í atvinnulífinu. Hátíðin leggur áherslu á að vekja athygli á og heiðra konur sem hafa verið leiðandi og haft áhrif. Með þessum viðurkenningum er markmiðið að hvetja fleiri konur til dáða og efla sýnileika þeirra í atvinnulífinu.
Önnur verkefni

Alþjóðadagur kvenna

25 ára afmælishátíð FKA

20 ára afmælishátíð FKA
