Alþjóðanefnd
Hlutverk
Hlutverk Alþjóðanefndar er að styðja stjórn félagsins við að efla erlend samskipti, hafa umsjón með Alþjóðadegi kvenna 8. mars í samvinnu við FKA New Icelanders, skapa vettvang fyrir erlendar konur í íslensku atvinnulífi og skipuleggja haustferð FKA – annað hvert ár erlendis og hitt árið innanlands.
Nefndin vinnur að því að styrkja tengslanet félagskvenna, stuðla að jafnrétti og efla samskipti á sviði viðskipta og menningar.
Alþjóðadagur kvenna
Árlega stendur nefndin fyrir hádegisverðarfundi í tilefni Alþjóðadags kvenna, þar sem framúrskarandi konur deila reynslu sinni og sögum. Þema viðburðanna endurspeglar alþjóðlegar áherslur, eins og „Höfnum hlutdrægni og fordómum“ og „Umvefjum fjölbreytileika og jöfnuð“.
Haustferð
Nefndin skipuleggur haustferð FKA annað hvert ár erlendis og hitt árið innanlands. Ferðirnar eru tækifæri fyrir félagskonur til að efla tengslanet sitt og kynnast áhugaverðum fyrirtækjum og menningarstofnunum.
Markmið ferðarinnar er að efla tengslanet kvenna sem taka þátt í henni og tengja við þá borg sem farið er til, með áhugaverðum heimsóknum tengdum viðskiptum, menningu og háskólalífi.
Samstarfsverkefni
Alþjóðanefndin tekur þátt í samstarfsverkefnum, eins og viðburðinum „Ring the Bell for Gender Equality“ í samstarfi við Kauphöllina, UN Women, Global Compact á Íslandi og Samtök atvinnulífsins, þar sem áhersla er lögð á að vekja athygli á jafnrétti kynjanna.