Alþjóðadagur kvenna
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fer fram þann 8. mars ár hvert. Dagurinn var opinberlega viðurkenndur af Sameinuðu þjóðunum árið 1977 og það er á þessum degi sem við heiðrum árangri kvenna, vekjum jafnframt athygli á jafnrétti kynjanna og þörfinni á baráttunni fyrir réttindum.
Félag kvenna í atvinnulífinu og Kauphöll Íslands hafa tekið þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu meðal kauphalla um að hringja bjöllu til að styðja við baráttu um jafnrétti kynjanna í tilefni af Alþjóðadegi kvenna þann 8. mars. Þetta hefur verið gert árlega frá árinu 2017.
Alþjóðadagur kvenna nær og fjær
Það var árið 1977 að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur kvennadagur Sameinuðu þjóðanna og hefur Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verið haldinn með metnaðarfullum hætti síðustu ár hjá FKA. Alþjóðanefnd FKA hefur boðað til hádegisverðarfundar og um langt skeið hefur Jónína Bjartmarz, lögmaður, athafnakona, fyrrv. alþingismaður, ráðherra og fyrsti formaður FKA verið fremst meðal jafningja er kemur að því að leiða félagskonur saman til að fagna deginum.
Það eru svo nefndirnar, Alþjóðanefnd FKA og FKA Nýir Íslendingar, sem hafa tekið höndum saman og talið í spennandi dagskrá á hádegisverðarfundi allra síðustu ára. Glæsileg dagskrá þar sem félagskonur FKA njóta stundarinnar saman, hlusta á konur deila reynslu sinni og svo taka allar vel undir í fjöldasöng sem er ein af hefðunum þegar FKA heldur upp á Alþjóðadag kvenna.
Óhræddar við að gera tilraunir
Góðgerðaruppboð FKA fór fram í Gallerí Fold til styrktar UN Women Íslandi á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2024. Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA stóð fyrir uppboðinu undir nafninu „Fjárfestum í konum” þar sem ágóðinn rann óskiptur til verkefna UN Women á heimsvísu. Uppboðið var hugsað sem hressand innlegg á Alþjóðadeginum á 25 ára afmælisári félagsins. Fjölmargir listamenn gáfu verk sín og tæplega 900 þúsund krónur söfnuðust fyrir UN Women á Íslandi.
Hringjum bjöllu fyrir jafnrétti
New Icelanders engage in various collaborative projects with other FKA divisions, such as "Ring the Bell for Gender Equality" in partnership with the Stock Exchange and UN Women. These projects focus on promoting gender equality and diversity in Icelandic business.
2024
Þema UN Women fyrir daginn var „Fjárfestum í konum: Flýtum fyrir framförum“ (e. Invest in Women: Accelerate Progress) sem vísar í að valdefling og framgangur kvenna sé lykillinn að velsæld og hina augljósa þörf á að fjárfesta í verkefnum sem snúa að konum og stúlkum.




2023
Þema UN Women fyrir daginn var „DigitALL: Innovation and technology for gender equality“ sem vísar til mikilvægis nýsköpunar, framþróunar í tækni og menntunar til að ná fram kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna um allan heim.”



2022
Þema UN Women fyrir daginn var „Gender Equality Today for a Sustainable Tomorrow“ sem vísar í framlag kvenna og stúlkna um allan heim í baráttunni gegn loftslagsbreytingum í átt að sjálfbærari framtíð.



