Beint í efni
Mínar síður

FKA Framtíð

Fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi

FKA Framtíð er deild innan FKA sem leggur áherslu á að byggja upp sterkt tengslanet og bjóða upp á hagnýta fræðslu sem nýtist ungum konum bæði í starfsframa og einkalífi. Deildin er kjörinn stökkpallur fyrir konur sem leita nýrra tækifæra og vilja stuðla að eigin framþróun. Deildin starfar á þeirri trú að saman séum við sterkari, og leggur áherslu á að efla konur í atvinnulífinu með sameiginlegum stuðningi og þekkingarmiðlun.

FKA Framtíð starfar sem sjálfstæð eining með eigin stjórn, heldur árlega aðalfundi og sér um sitt bókhald. Félagskonur eru jafnframt aðilar að FKA.

Helstu verkefni

Deildin stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum ár hvert með það að markmiði að fræða og efla sjálfstraust FKA Framtíðarkvenna. Meðlimir fá tækifæri til að heimsækja fyrirtæki, fræðast um starfsemi þeirra og kynnast atvinnulífinu betur. Á viðburðinum „Trúnó við varðeldinn“ hafa meðlimir fengið að hitta vel valdar fyrirmyndir sem ræða við konur á einlægum nótum og gefa tækifæri til að spyrja spurninga um framabrautina.

Mentorverkefnið er þó stærsti og vinsælasti viðburður deildarinnar, og hefur hann náð metaðsókn ár hvert. Í Mentorverkefninu eru haldin hraðstefnumót áður en reyndir leiðtogar eru paraðir við efnilegar konur með minni reynslu (mentees). Þar fá konur þá tækifæri til að kynnast betur konum úr öðrum deildum FKA

Mentorverkefninu lýkur síðan með glæsilegu lokahófi þar sem þátttakendur fagna árangri sínum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir konur til að þróa hæfni sína, læra af þeim bestu og taka næsta skref í starfsferlinum með öruggum bakhjarli.

Auk þess stendur deildin fyrir fjölbreyttum fyrirlestrum og ráðstefnum, þar sem konur fá tækifæri til að sækja sér nýja þekkingu, fá innblástur og tengjast öðrum konum í atvinnulífinu.

Sérstök kjör fyrir konur undir 30 ára aldri
Konur undir 30 ára aldri njóta sérstakra kjara og fá 50% afslátt af árgjaldi FKA, auk möguleika á greiðsludreifingu. Skráning í FKA Framtíð er möguleg við nýskráningu eða inni á Mínum síðum.

FKA Framtíð

  • Helstu verkefni
  • Helstu greinar og tíðindi
  • Stjórn
  • Saga Framtíðar

Helstu greinar og tíðindi

Amy og Ingibjörg formaður FKA á aðalfundi Framtíðar 2025.

Saga Framtíðar

FKA Framtíð var sett á fót árið 2016 sem nefnd innan FKA og var stofn- og kynningarfundur haldinn í september 2017. Skráning í FKA Framtíð gekk vonum framar og í árslok 2017 voru ríflega 100 konur skráðar í FKA Framtíð.

Árið 2018 hófust umræður við aðalstjórn FKA um að breyta Framtíð í deild sem varð að veruleika árið 2019. Deildin hefur haldið áfram að vaxa og dafna í takt við tímann en í dag telur deildin yfir 560 félagskonur.