Sýnileikadagur
FKA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu og glæsilegur Sýnileikadagur hefur verið haldinn fyrir félagskonur frá árinu 2021. Ákall um slíkan dag kom á stefnumótunardegi FKA haustið 2019 og úr varð fyrsti Sýnileikadagurinn þar sem vorum í heimsfaraldri miðjum árið 2020.
Mörg hundruð konur hafa nýtt sér kraftinn síðustu ár á Sýnileikadegi FKA í samstarfi við Arion banka og er haldinn hátíðlegur í höfuðstöðvum Arions í Borgartúni.
Glæsilegur Sýnileikadagur fyrir félagskonur
Á deginum fyllum við á verkfærabeltið með hæfniþáttum sem nauðsynlegir eru til að ná forskoti í leik og starfi. Fyrirlesarar, örnámskeið, æfingar og áskoranir sem hafa verið upplýsandi og fræðandi.
Sérstaða er samkeppnisforskot og þess vegna fjárfestum við í okkur, setjum okkur á dagskrá með að mæta á viðburð eins og Sýnileikadag þar sem við tileinkum við okkur færniþætti framtíðarinnar.
„Taktu skrefið/Take The Leap!” var yfirskrift Sýnileikadags árið 2024 sem var í Arion banka og í streymi. Við höldum áfram að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum og tileinkum okkur hugrekki - sem er jú smitandi.
2024








2023








2022








2021
Sýnileikadagur FKA 2021 var haldinn sem rafræn ráðstefna vegna COVID-19 faraldursins, þrátt fyrir þær áskoranir sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér. Dagskráin var fyllt af fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum frá leiðtogum og frumkvöðlum, sem deildu reynslu sinni og innsýn.