Viðurkenningarhátíð FKA
Stórviðburður í viðskiptalífinu
FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega í ársbyrjun við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Veittar eru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið hvatning og fyrirmynd. FKA viðurkenningin var fyrst veitt árið 1999 og er orðin stórviðburður í viðskiptalífinu þar sem framlína í íslensku atvinnulífi og nánir samstarfsfélagar og fjölskyldur viðurkenningarhafar fagna saman.
Tilnefningar
Vertu hreyfiafl, hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum með að tilnefna!
Að hausti er opnað fyrir tilnefningar og lögð áhersla á að fá nöfn ólíkra kvenna af landinu öllu í pottinn, með breiðan bakgrunn og reynslu enda mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum og fjölbreytileika. FKA vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra sem tilnefna og hvetur almenning og atvinnulífið til að tilnefna konur.
FKA
Hvatningarviðurkenning
er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar.
FKA
Viðurkenning
er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem er eða hefur verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.
FKA
Þakkarviðurkenning
er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Hátíð FKA
Viðurkenningarhátíð FKA er haldin árlega í janúar, þar sem framlína íslensks viðskiptalífs, nánasta fólk viðurkenningarhafa og félagskonur FKA koma saman til að fagna árangri og framlagi kvenna í atvinnulífinu.

Hvatningarviðurkenning
veitt konum í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri frá síðustu árum til upphafs.
- Inga Tinna Sigurðardóttir 2024
- Grace Achieng 2023
- Edda Sif Pind Aradóttir 2022
- Fida Abu Libdeh 2021
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 2020
- Helga Valfells 2019
- Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch 2018
- Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir 2017
- Kolbrún Hrafnkelsdóttir 2016
- María Rúnarsdóttir 2015
- Rakel Sölvadóttir 2014
- Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir 2013
- Árný Elíasdóttir, Inga Björg og Ingunn B. Vilhjálms 2012
- Margrét Pála Ólafsdóttir 2011
- Marín Magnúsdóttir 2010
- Agnes Sigurðardóttir 2009
- Sigríður Margrét Guðmundsdóttir 2008
- Guðbjörg Glóða Logadóttir 2007
- Jón G. Hauksson 2006
- Edda Jónsdóttir 2005
- Freydís Jónsdóttir 2004
- Guðrún Hálfdánsdóttir 2003
- Íris Gunnarsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir 2002
- Verðlaun ekki veitt 2001
- Lára Vilberg 2000
Viðurkenning
veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd frá síðustu árum til upphafs.
- Tanya Zharov 2024
- Ásta Sigríður Fjeldsted 2023
- Hafrún Friðriksdóttir 2022
- María Fjóla Harðardóttir 2021
- Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir 2020
- Margrét Kristmannsdóttir 2019
- Erna Gísladóttir 2018
- Guðrún Hafsteinsdóttir 2017
- Birna Einarsdóttir 2016
- Guðbjörg Matthíasdóttir 2015
- Liv Bergþórsdóttir 2014
- Margrét Guðmundsdóttir 2013
- Rannveig Grétarsdóttir 2012
- Aðalheiður Birgisdóttir 2011
- Vilborg Einarsdóttir 2010
- Rannveig Rist 2009
- Steinunn Sigurðardóttir 2008
- Halla Tómasdóttir 2007
- Ásdís Halla Bragadóttir 2006
- Katrín Pétursdóttir 2005
- Aðalheiður Héðinsdóttir 2004
- Svava Johansen 2003
- Elsa Haraldsdóttir 2002
- Verðlaun ekki veitt 2001
- Þóra Guðmundsdóttir 2000
- Hillary Rodham Clinton 1999
Þakkarviðurkenning
veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu frá síðustu árum til upphafs.
- Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir 2024
- Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir 2023
- Katrín S. Óladóttir 2022
- Bryndís Brynjólfsdóttir 2021
- Anna Stefánsdóttir 2020
- Sigríður Ásdís Snævarrr 2019
- Hildur Petersen 2018
- Hafdís Árnadóttir 2017
- Sigríður Vilhjálmsdóttir 2016
- Guðný Guðjónsdóttir 2015
- Guðrún Edda Eggertsdóttir 2014
- Guðrún Lárusdóttir 2013
- Erla Wigelund 2012
- Dóra Guðbjört Jónsdóttir 2011
- Bára Magnúsdóttir 2010
- Guðrún Birna Gísladóttir 2009
- Guðrún Agnarsdóttir 2008
- Guðrún Erlendsdóttir 2007
- Rakel Olsen 2006
- Guðrún Steingrímsdóttir 2005
- Vigdís Finnbogadóttir 2004
- Jórunn Brynjólfsdóttir 2003
- Unnur Arngrímsdóttir 2002
- Verðlaun ekki veitt 2001
- Bára Sigurjónsdóttir 2000
Dómnefnd
Áhersla á sem breiðastan bakgrunn
Við skipan dómnefndar Viðurkenningarhátíðar FKA er leitast við að einstaklingar hafi sem breiðastan bakgrunn í aldri, reynslu, búsetu og uppruna. Það er í fullu samræmi við stefnu FKA í víðasta skilningi orðsins. Dómnefndin fer yfir allar tilnefningar sem berast frá almenningi og atvinnulífinu, hún metur og á endanum velur þær sem hljóta viðurkenningu. Um er að ræða vandasamt verk – það sagði engin/n að þetta ætti að vera auðvelt!
Efnisval
- Tilnefningar
- Hátíð FKA
- Hvatningarviðurkenning
- Viðurkenning
- Þakkarviðurkenning
- Dómnefnd