10. október 2025
Jafnvægisvog FKA – Myndasyrpa frá uppskeruhátíð stjórnenda sem láta sig jafnrétti varða.
Eitt hundrað tuttugu og átta stjórnendur tóku við viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA í Hátíðarsal HÍ á Viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar sem fór fram fimmtudaginn 9. október 2025.
Myndasyrpu Silla Páls má finna hér fyrir neðan. Við hvetjum ykkur til að nota myndirnar og segja stolt frá ykkar árangri, bæði á ykkar miðlum sem og á miðlum skipulagsheildar ykkar. Notið myndir af vild en munið að merkja myndir @Silla Páls og nefna Jafnvægisvogina og Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA.
„Stjórnendur sem hafa áttað sig á að jafnrétti borgar sig. Það skilar sér að þeirra mati í betri ákvörðunum, meiri nýsköpun, meiri starfsánægju og síðast en ekki síst meiri arðsemi,“ segir Dr. Ásta Dís Óladóttir formaður Jafnvægisvogarráðs, í opnunarávarpi sínu á viðburðinum.
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA þakkar Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Íslands þátttöku, Jafnvægisvogarráði fyrir öflugt starf, Háskóla Íslands fyrir dásamlegar móttökur, Gunnari Gunnarssyni, forstöðumanni Creditinfo fyrir fróðlegt erindi og Dr. Ástu Dís Óladóttur, prófessor við Háskóla Íslands og formanni Jafnvægisvogarráðsins fyrir sitt framlag í þágu verkefnisins. Síðast en ekki síst Bryndísi Reynisdóttur fyrir ómetanlegt starf og vel unnin störf sem verkefnastjóri.
Þá þökkum við öllum þeim sem mættu og þátttakendum ársins. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna. Fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög sem hafa áhuga á að taka þátt, skrifa undir viljayfirlýsingu eru hvött til að skrá sig til leiks – Jafnrétti er ákvörðun! Taka þátt HÉR
Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, dómsmálaráðuneyti, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, dómsmálaráðuneyti, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
ALLA LJÓSMYNDASYRPU SILLU PÁLS MÁ FINNA HÉR
https://www.mirrorrose.com/
https://www.facebook.com/sillapals
https://www.mirrorrose.store/
https://www.instagram.com/sillapals/




















