Jafnvægisvog FKA
Komum Íslandi í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti í atvinnulífinu.
Við hvetjum þinn vinnustað til að taka virkan þátt í þessu mikilvæga verkefni og leggja þannig sitt af mörkum í átt að auknu jafnrétt.
Hér er hægt að skrifa undir viljayfirlýsingu þess efnis að þitt fyrirtæki/stofnun/sveitarfélag heiti því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar.
Jafnrétti er ákvörðun!
Taktu þátt í Jafnvægisvoginni
Með þátttöku er skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að vinna að markmiði Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlutfall kynja í framkvæmdastjórn / efsta lagi stjórnunar.
Kynjahlutfallið í framkvæmdastjórninni þarf ekki að vera jafnt til að hægt sé að taka þátt. Eingöngu þarf að vera til staðar vilji til að vinna að því að jafna hlutfall kynja á næstu árum.
Við sendum árlega stutta könnun til þátttakenda þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu kynja í framkvæmdastjórn / efsta lagi stjórnunar.
Hægt er að skrá fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag í verkefnið með því að senda póst á netfangið: jafnvaegisvogin@fka.is
Bættu jafnvægisvoginni á síðuna þína
Jafnvægisvog FKA er mikilvægt samfélagslegt verkefni því jafnrétti er ákvörðun.
Þátttakendur geta sett merki Jafnvægisvogarinnar á heimasíðu sína og þannig sýnt fram á þátttöku og vilja sinn til að setja jafnrétti í forgang.
Einnig er hægt að nálgast merki Jafnvægisvogarinnar síðar undir þátttakendur.