Beint í efni
Mínar síður

8. júlí 2025

Geta fjárfestingatækifæri kvenna í takt við nýja tíma aukið verga landsframleiðslu heimsins um allt að 20%?

Kynbundið misræmi í fjárfestingum hefur þjóðhagslega þýðingu.

,,Kynbundið misræmi í fjárfestingum er ekki aðeins persónulegt eða félagslegt mál, það hefur þjóðhagslega þýðingu. Alþjóðabankinn áætlar að ef konur fengju sömu tækifæri til fjárfestinga og karlar, gæti það aukið verga landsframleiðslu heimsins um allt að 20%," kemur fram í grein Ástu Dísar Óladóttur sem er prófessor og formaður Jafnvægisvogarráðs FKA.

,,Konur í íslensku atvinnulífi fjárfesta síður en karlar, þrátt fyrir mikla menntun, góða innkomu og víðtæka reynslu. Þessi staðreynd er ekki ný, en niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa skýrari mynd af því hvað liggur þar að baki og hvernig megi vinna gegn kynbundnu fjárfestingabili.

Rannsóknin, sem unnin var af fræðimönnum við Háskóla Íslands í samstarfi við Arion banka, byggir á könnun meðal 316 kvenna í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Þátttakendur eru konur með sterka stöðu á vinnumarkaði, stjórnendur, frumkvöðlar og leiðtogar í íslensku viðskiptalífi. Þær ættu í raun að búa yfir öllum forsendum til að taka virkan þátt á fjármálamarkaði.

Niðurstöðurnar sýna hins vegar að margar þeirra mæta kerfisbundnum hindrunum, ekki aðeins í formi skorts á fjármagni eða tíma, heldur einnig í gegnum félagsmótun, óöryggi og skort á fyrirmyndum..."

Ásta Dís er höfundur, prófessor og stofnandi  Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands sem og formaður Jafnvægisvogarráðs FKA.

Nánar um Jafnvægisvog FKA má finna HÉR

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna fjórar meginleiðir til að draga úr kynjamun í fjárfestingum og efla fjárhagslegt sjálfstæði kvenna.

Nánar hér fyrir ofan og í Viðskiptablaðinu HÉR.

Um rannsóknina:

Ásta Dís Óladóttir, Þóra H. Christiansen, Haukur Freyr Gylfason, Gylfi Magnússon, Haukur C. Benediktsson og Freyja Vilborg Thorarinsdottir (2025). Fjárfestingar kvenna í íslensku atvinnulífi: Áhrifaþættir, hindranir og hvatar. Tímarit um Viðskipti og efnahagsmál, 22(1).

Dagsetning
8. júlí 2025
Deila