Beint í efni
Mínar síður

FKA Suðurland

Hlutverk

FKA Suðurland er skipað ríflega 80 konum sem koma úr fjölbreyttum starfsgreinum á Suðurlandi og fer þeim ört fjölgandi. Mikil samstaða hefur ríkt innan deildarinnar til að virkja fleiri konur í FKA Suðurland, enda hefur starfið í FKA, gefið konum mikið og eflt samstöðu og einingu innan svæðisins. Það er mikil gróska í atvinnulífinu á Suðurlandi þar sem konur hafa gert sig gildandi í rekstri fjölmargra öflugra fyrirtækja, jafnt í ferðaþjónustu, verslun, handverki og hönnun, útgáfu og rekstri fjölbreyttra fyrirtækja. FKA Suðurland vill efla konur til ábyrgðar og þátttöku í atvinnulífinu með jákvæðri nálgun og gleði í fyrirrúm.

Helstu verkefni

Stjórnin kemur saman mánaðarlega frá hausti og fram á sumar og er mikið lýðræði innan stjórnarinnar. Yfirleitt tekur ein stjórnarkona ábyrgð á hverjum viðburði sem haldin er, en svo hjálpast konur að þegar á þarf að halda. Haldnir hafa verið fjölmargir áhugaverðir viðburðir, bæði í samvinnu við aðrar deildir FKA og viðburðir sem sprottnir eru úr eigin ranni. Heimsóknir í fyrirtæki kvenna er til helminga við fræðandi viðburði. Fyrirlesarar eru bæði aðfengnir eða úr hópi félagskvenna og þeir sem mæta á fræðsluviðburðina fá tækifæri til að kynna sig og segja frá áskorunum í eigin rekstri eða í sinni vinnu.

Stjórn 2025-2026

Stjórn 2024-2025

Stjórn 2023-2024

Stjórn 2022-2023

Stjórn 2021-2022

Laufey Guðmundsdóttir formaður og samskiptamiðill
Margrét Ingþórsdóttir gjaldkeri
Helga Jóhanna Úlfarsdóttir
Ingunn Jónsdóttir varakona
Íris Tinna Margrétardóttir
Íris Brá Svavarsdóttir varakona
Ragna Gunnarsdóttir
Sigríður Helga Sveinsdóttir
Herdís Friðriksdóttir
Hrönn Vilhelmsdóttir
Íris Tinna Margrétardóttir
Jessi Kingan
Svanhildur Jonsdottir

Stjórn 2020-2021

Auður I. Ottesen formaður
Laufey Guðmundsdóttir samskiptamiðill
Margrét Ingþórsdóttir gjaldkeri
Eydís Rós Eyglóardóttir
Herdís Friðriksdóttir

Popup – hópur
Meðlimir: Jessý (Jessica), Valgerður og Íris Tinna.
Verkefni hópsins: Móta og koma með tillögur að viðburðum með stuttum fyrirvara (skyndiákvarðanir).


Samskipta – hópur
Meðlimir: Magga, Laufey, Hrund og Eydís.
Verkefni hópsins: Sjá um samskipti við formann og framkvæmdastjóra FKA, og aðrar stjórnir FKA.

Koma á framfæri – hópur
Meðlimir: Eydís, Auður, Herdís, og Svanhildur.
Verkefni hópsins: Skoða hvernig nýta megi heimasíðu og aðrar leiðir til að koma okkar konum á framfæri.

FKA Suðurland

  • Hlutverk
  • Helstu verkefni
  • Stjórn 2025-2026
  • Stjórn 2024-2025
  • Stjórn 2023-2024
  • Stjórn 2022-2023
  • Stjórn 2021-2022
  • Stjórn 2020-2021