Mælaborð Jafnvægisvogarinnar
Mælaborðið er afrakstur samstarfs Creditinfo, Deloitte og Jafnvægisvogarráðsins og hefur það að markmiði að gera tölfræðilegar upplýsingar aðgengilegar á einfaldan, sjónrænan og upplýsandi hátt.
Í mælaborðinu má sjá allar helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, svo sem kynjahlutföll stofnenda fyrirtækja, framkvæmdastjóra og stjórna. Þar má einnig finna upplýsingar
um kynjahlutföll við brautskráningar úr háskólum, stöðu kynjanna innan atvinnugreina og GemmuQ kynjakvarðann fyrir skráð félög á markaði.
Hér er því hægt á einfaldan og aðgengilegan hátt að nálgast heildstæða og skýra yfirsýn á stöðu jafnréttis í íslensku atvinnulífi.
Mælaborð
Afar hæg fjölgun
Þegar rýnt er í tölur úr mælaborði Jafnvægisvogarinnar má sjá að árið
2024 er aðeins 21% framkvæmdastjóra á Íslandi konur. Undanfarin þrjú ár
hefur fjölgun kvenna í framkvæmdastjórastöðum verið afar hæg, einungis
um 1% prósentu stig en árið 2021 var hlutfallið 20,1%.