Leiðbeiningar fyrir efnisskil á vefsíðu FKA
Skýr skil fyrir viðburði, fréttir og myndir tryggja vandaða og samræmda efnissköpun á vefsíðu FKA. Hér er yfirlit yfir lykilatriði sem félagskonur, einkum þær sem starfa í stjórnum innan FKA, þurfa að fylgja.
Viðburðaskil
Grunnupplýsingar:
- Nafn viðburðar: Skýr og lýsandi titill.
- Dagsetning og tími: Vinsamlegast athugið að dagsetning og tími séu rétt og skýr. Breytingar á dagsetningu/tíma eftir að skráning er hafin hafa áhrif á dagatöl og mætingu.
- Staðsetning: Tilgreindu hvort viðburður sé staðbundinn, netviðburður eða bæði.
- Skráningarupplýsingar: Skráning fer fram í gegnum FKA vefsíðuna. Forðist Google Forms nema nauðsyn krefji.
- Verð: Ef gjaldtaka er fyrir viðburðinn, tilgreinið það skýrt efst í texta. Ef greiðslumáti er annar en í gegnum FKA, takið það fram.
- Aðgangur: Útskýrið hverjir mega mæta (opin fyrir allar félagskonur, ákveðna deild, almenning).
- Tengiliður: Nafn og tengiliðaupplýsingar þess sem ber ábyrgð á viðburðinum.
Texti
- Hnitmiðaður, skýr og skipulagður texti með áherslu á kjarna viðburðarins. Breytileg uppsetning eftir eðli viðburðar.
Skilafrestur
- Allt efni þarf að vera tilbúið og skilað með góðum fyrirvara, að lágmarki 1 mánuði fyrir settann viðburð.
- Mikilvægt er að tryggja nægan tíma til yfirferðar og lagfæringa.
Umfjöllun, greinar og fréttaskil
Fréttaupplýsingar
- Titill: Lýsandi fyrirsögn sem fangar efni fréttarinnar.
- Texti: Gætið þess að textinn sé skýr og hnitmiðaður, með lykilatriðum fremst. Langur titill mun hafa áhrif á sýnileika forsíðumyndar.
- Yfirlit: Fyrir lengri texta (300 orð eða meira) skal innihalda stutt yfirlit eða inngang.
- Leitartögg: Sendið æskileg leitarorð fyrir birtingu til að auka sýnileika og leit á síðunni.
Leitarvélabestun og leitartögg
- Notið leitarorð sem auka sýnileika í leitarvélum. Fyrirsagnir eru einnig leitarorð.
Skilafrestur
- Allt efni þarf að vera tilbúið og skilað með góðum fyrirvara, að lágmarki 1 virkum degi fyrir birtingu á vefsíðu.
- Mikilvægt er að tryggja nægan tíma til yfirferðar og lagfæringa.
Myndskil
- Viðburðamyndir: 1:1 hlutfall, 390x390 px.
- Fréttamyndir: 1200 px á breidd, í landslagsformi því hún teygist á breiddina og klippist á hæðina eftir skjástærð hverju sinni. Æskilegast er að hafa myndina ekki of þunga, helst um 200kB. Þessi hlutföll eiga við aðal myndina og passa þarf að ekkert ómissandi sé neðst á myndinni þar sem titill getur skorið myndefni. Annað myndefni þarf ekki að fylgja þessum hlutföllum.
- Myndgæði: að lágmarki 72 dpi.
- Myndaskrá: ljósmyndir skulu vera í JPG formi og merki/grafík skulu vera í PNG formi.
- Ljósmyndari: Nefnið ljósmyndara ef við á.
- Myndval: Myndir skulu tengjast viðburðinum eða fréttaefninu og uppfylla höfundarrétt.
Leiðbeiningar
- Viðburðaskil
- Umfjöllun, greinar og fréttaskil
- Myndskil