Beint í efni
Mínar síður

14. október 2023

Takk fyrir okkur Össur! Nýliðamóttaka FKA haldin á dögunum / Myndasyrpa.

Hildur Einarsdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Össuri var með öflugt erindi á Nýliðamóttöku FKA sem haldin var í Össuri á dögunum.

Félagið fagnar 25 ára afmæli á starfsárinu og það er ekki að sjá annað en að konur ætli að setja sig á dagskrá því félagið hefur aldrei verið stærra og öflugt starf um landið allt.

HÉR má sjá myndir frá Nýliðamóttöku.

MYND: Hildur Einarsdóttir hjá Össuri.

Fjölmargar deildir, nefndir og ráð starfa í öflugu stóru félagi eins og FKA og eitt af hlutverkum Fræðslunefndar FKA er að sjá um Nýliðamóttöku sem haldin var í Össuri á dögunum. Nýliðamóttaka er nýliðafræðsla, stuðningur og tengslanet fyrir síliða og nýliða, fyrir allar nýjar félagskonur og þær sem hafa verið í félaginu í einhvern tíma og ennþá ekki tekið virkan þátt í félagsstarfinu en ætla að gera það eða vilja fræðast meira um hvað félagsskapurinn hefur upp á að bjóða.

MYND: Ólöf Salmon Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri PAGO húsa er hluti af hópi félagskvenna FKA í mannvirkjaiðnaði. Hún var með reynslusögu.

MYND: Rósa og Jóhanna hafa verið vinkonur í hálfa öld og njóta þess að vera saman í stjórn Fræðslunefndar.

Næsta Nýliðamóttaka FKA verður eftir áramót - en sjáumst sem oftast á öðrum viðburðum þangað til!

Myndasyrpa í hlekk hér að ofan.

Fræðslunefnd 2023-2024 frá vinstri Bjarný Björg Arnórsdóttir ritari nefndar, Elín Gunnarsdóttir sem vinnur hjá Össur, Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana og Rósa Viggósdóttir sviðsstjóri sölu- og markaðsmála Sólar ræstingar. Á myndina vantar Guðný Þorsteinsdóttur formann nefndar og Ernu Maríu Jensdóttur.

Ekki láta ykkur vanta á næsta viðburð!

Fræðslunefnd 2023-2024

Erna María Jensdóttir / Tæknireddari 

Rósa Viggósdóttir /  Samskiptafulltrúi

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #FræðslunefndFKA @Guðný Þorsteinsdóttir @Bjarný Björg Arnórsdóttir @Elín Gunnarsdóttir @Erna María Jensdóttir @Jóhanna Jónsdóttir @Rósa Viggósdóttir #Össur @Aldís Arna Tryggvadóttir @Hildur Einarsdóttir @Veronika Guls @Daria Podenok @Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir @Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir @Emiliya Nikolova @Ingveldur Þóra Eyjalín Stefánsdóttir  @Helga Jóhanna Úlfarsdóttir @Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir @Andrea Ýr Jónsdóttir @Grace Achieng @Dóra Eyland @Unnur Elva Arnardóttir @Ólöf Salmon Guðmundsdóttir

Dagsetning
14. október 2023
Deila