20. maí 2021
Sigríður Hrund Pétursdóttir nýr Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.
FRÉTTATILKYNNING
Sigríður Hrund Pétursdóttir nýr Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.
Á aðalfundi Félags kvenna í atvinnulífinu FKA þann 19. maí 2021 kusu félagskonur sér nýjan formann. Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla er nýr formaður FKA til næstu tveggja ára.
Stjórn FKA er skipuð sjö konum og tveimur til vara og koma þrjár nýjar konur inn í stjórn FKA til næstu tveggja ára. Nýjar stjórnarkonur eru Edda Rún Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt og eigandi ERR Design, Katrín Kristjana Hjartardóttir sérfræðingur hjá Origo og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Þjóðminjasafni Íslands.
Tvær konur til viðbótar sem fengu næstflest atkvæði í stjórn verða varakonur í stjórn til eins árs. Það eru þær Eydís Rós Eyglóardóttir, eigandi, framkvæmda- & fjármálastjóri og Elísabet Tanía Smáradóttir, mannauðsstjóri Hertz Íslandi.
Stjórnarkonur sem verða áfram í stjórn eru Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, stofnandi og eigandi Mundo, Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi og Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands og stjórnarformaður Hannesarholts.
Félagskonur FKA kusu fjölbreytni að leiðarljósi, sem á að endurspegla atvinnulífið. Félagskonur hafa sýnt kjark, úthald, þor og æðruleysi á tímum heimsfaraldurs og er ný stjórn full tilhlökkunar að takast á við nýtt gróskuríkt og kraftmikið starfsár.
Félagið er afar stolt af þeim fjölbreytta hópi kvenna sem tilkynntu um framboð til formanns og stjórnar FKA og þakkar þeim sem og fráfarandi stjórnarkonum og fráfarandi formanni Huldu Ragnheiði Árnadóttur og varaformanni Ragnheiði Aradóttur fyrir sitt óeigingjarna framlag til félagsins á síðastliðnu starfsári sem einkenndist af einstökum aðstæðum heimsfaraldurs.


Ný stjórn FKA er full tilhlökkunar að takast á við nýtt gróskuríkt og kraftmikið starfsár.
@Sigríður Hrund Pétursdóttir
@Edda Rún Ragnarsdóttir
@Katrín Kristjana Hjartardóttir
@Margrét Hallgrímsdóttir
@Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
@Unnur Elva Arnardóttir
@Vigdís Jóhannsdóttir
@Eydís Rós Eyglóardóttir
@Elísabet Tanía Smáradóttir