Beint í efni
Mínar síður

4. mars 2024

Lóa félagskona FKA fer yfir Lindex ævintýrið sem byrjaði við stofuborðið heima hjá henni. Allar FKA félagskonur velkomnar í fyrirtækjaheimsókn 21. mars nk.

Kæru félagskonur! Verið velkomnar kæru FKA konur í fyrirtækjaheimsókn í Lindex, Kringlunni! Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir FKA kona eigandi Lindex og Gina Tricot á Íslandi og félagskona FKA tekur á móti okkur ásamt sínu fólki og býður upp á skemmtilega og glæsilega heimsókn. Lindex ævintýrið byrjaði við stofuborðið heima hjá Lóu í Svíþjóð. Nú 13 árum síðar, eru Lindex verslanirnar á Íslandi orðnar 10 talsins og nýlega var umfangið á fatamarkaðnum á Íslandi stækkað með opnun 3 Gina Tricot verslana sem slegið hafa í gegn. Lóa mun segja okkur sögu Lindex og fylla okkur af hvatningu og krafti. Olga Einarsdóttir stílisti verður á staðnum og segir okkur frá fríu stílistaráðgjöfinni. Þá verður lukkuhjól, 20% afsláttur af öllum vörum fyrir FKA konur og léttar veitingar í boði. Ekki missa af gæðastund þar sem hittumst og njótum saman, styrkjum tengslanetið og fyllumst krafti í fallegu umhverfi Lindex Kringlunni þann 21. mars kl. 19:00-21:00.   Léttar veitingar!   HVAÐ: Fyrirtækjaheimsókn til Lóu í Lindex HVAR: Lindex, Kringlunni. HVENÆR: Fimmtudaginn 21. mars 2024 KLUKKAN: 19:00-21:00.   *MYND: Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir FKA kona      Kær kveðja! Viðskiptanefnd 2023-24 //

Viðskiptanefnd 2023-24

Jessi Kingan Claudia Ashanie Wilson Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir Hanna Guðfinna Benediktsdóttir  

Dagsetning
4. mars 2024
Deila