20. febrúar 2025
„Kjörið tækifæri til að kafa dýpra í félagsstarfið,“ segir Elsa í Sýnileikanefnd FKA 2025.
Fleiri hundruð konur hafa nýtt sér kraftinn ár hvert á Sýnileikadegi FKA sem verður, líkt og síðustu ár, haldinn hátíðlegur í Arion banka Borgartúni fimmtudaginn 27. mars 2025.
Félagskonur með farsæla reynslu taka höndum saman og eru að skipuleggja næsta Sýnileikadag og í hópnum er Elsa Harðardóttir, viðburðastjóri hjá Eventum.

Kjörið tækifæri til að kafa dýpra í félagsstarfið.
„Ég hef töluverða reynslu af því að skipuleggja viðburði sem viðburðastýra hjá Eventum og hef trú á mikilvægi tengslanetsins. Með því að bjóða mig fram í þessa nefnd sé ég þetta sem kjörið tækifæri til að leggja mitt af mörkum, en einnig til að kafa dýpra í félagsstarfið og byrja að taka virkan þátt.“
Elsa Harðardóttir / Viðburðastjóri hjá Eventum / elsa@eventum.is
Við kynnum með stolti Sýnileikanefnd FKA árið 2025 - konurnar sem eru með Elsu í nefndinni, þær eru í stafrófsröð:
- Berglind Bára Bjarnadóttir / eigandi BM lausna ehf.
- Elsa Harðardóttir / Viðburðastjóri hjá Eventum
- Grace Achieng / Eigandi Gracelandic – fulltrúi stjórnar FKA
- Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse / Eigandi Gimli, löggiltur fasteigna- og skipasali, þjóðfræðingur
- Guna Mezule / Eigandi Mezule ehf
- Hanna Guðfinna Benediktsdóttir / eigandiBH fasteignir / eigandi
- Jóhanna H. Ágústsdóttir / Veitingastjóri Teríunnar og Múlabergs
- Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir / Sölu- og markaðsstjóri YAY
- Sylvía Rut Sigfúsdóttir / Samskipta- og kynningarstjóri Advania á Íslandi/Director of Communications.
- Vera Rut / Viðburðastjóri hjá Avents
- Þórey Hafliðadóttir / Eigandi og framkvæmdastjóri Helvítis ehf.


Níu félagskonur með farsæla reynslu sem nýtist á næsta Sýnileikadegi og Grace og Guna fulltrúar stjórnar þar sem Grace fer fyrir hópnum.
„Taktu skrefið/take the leap!” var yfirskriftin á Sýnileikadeginum árið 2024 í Arion banka og í streymi fyrir félagskonur FKA. Þá verður yfirskrift kynnt á næstu dögum en hér segjum við þessa frétt til að þú getir tekið daginn frá!
Það verður fullur salur með verði í Arion banka þegar við sækjum hvatningu og innblástur á Sýnileikadegi FKA 2025.
M Y N D I R í S A L 2024 Cat Gundry Beck HÉR





















