10. október 2024
Viðurkenningar Jafnvægisvogar 2024
Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun!
Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í dag sína árlegu viðurkenningarathöf. Í ár er mefjöldi viðurkenningarhafa, alls 130 aðilar en það eru þeir þátttakendur sem náð hafa markmiði Jafnvægisvogarinnar.
Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum.
Þá flutti Katrín Jakobsdóttir einkar skemmtilegt og hvetjandi ávarp og fór yfir stöðuna í jafnréttismálum í samfélaginu almennt og uppskar mikið lófaklapp.
Félag kvenna í atvinnulífinu og aðrir sem standa að Jafnvægisvoginni vilja koma til skila kærum þökkum til þeirra fjölmörgu aðila sem hafa lagt verkefninu lið með einum eða öðrum hætti.
Darri Johansen og samstarfsfélagar hans hjá Pipar\TBWA fá sérstakar þakkir fyrir frábæra vinnu við gerð á öllu markaðsefni fyrir hátíðina í ár en herferðin "Ilmur af konu", vakti svo sannarlega athygli!
Bakhjarlar Jafnvægisvogarinnar, takk fyrir að styðja dyggilega við verkefni Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Deloitte, Creditinfo Ísland, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Sjóvá og RÚV
Ásta Dís Óladóttir takk fyrir þitt einstaka vinnuframlag og stuðning. Takk Katrín Jakobsdóttir fyrir þitt framlag og stuðning við verkefnið í gegnum tíðina og fyrir frábært erindi í dag.
Til hamingju viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar 2024
Ljósmynd: Silla Pálsdóttir