30. janúar 2025
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Creditinfo á Íslandi, Geirlaug Þorvaldsdóttir eigandi Hótel Holts og Arnhildur Pálmadóttir arkitekt heiðraðar.
Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, Geirlaug Þorvaldsdóttir eigandi Hótel Holts og Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, eigandi sap arkitekta og Lendager Ísland heiðraðar.
Árlega heiðrar Félag kvenna í atvinnulífinu konur og veitir FKA Viðurkenningu, Hvatningarviðurkenningu FKA og Þakkarviðurkenningu FKA. Viðurkenningarhátíðin var haldin á Hótel Reykjavík Grand þar sem atvinnulífið og aðstandendur viðurkenningarhafana þriggja vörðu stundinni saman. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra var með erindi, Rakel Garðarsdóttir framleiðandi hjá Vesturporti einnig og framkvæmdastjóri FKA, Andrea Róbertsdóttir, var kynnir.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2025 sem veitt er fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd. Hrefna er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi og er í framkvæmdastjórn Creditinfo Group.
- Fyrir framlag í jafnréttis- og sjálfbærnimálum en Hrefna hefur verið brautryðjandi á Íslandi í sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingu. Hún hefur einnig verið hvatning og fyrirmynd fyrir konur í fjárfestingum, ákveðinn frumkvöðull á verðbréfamarkaði og hefur með störfum sínum haft mikil áhrif á fjármálaumhverfið á Íslandi.
Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025 sem veitt er fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri. Arnhildur er arkitekt, eigandi sap arkitekta og Lendager Ísland.
- Arnhildur er þekkt fyrir nýstárlegar aðferðir, hugrekki og sköpunargáfu sem stuðla að aukinni sjálfbærni í rótgrónum iðnaði. Þá vinnur Arnhildur að rannsóknum á því hvort stýra megi hraunrennsli til að nota við byggingargerð og hefur lagt grunn að sjálfbærari framtíð í byggingariðnaði og verið öðrum innblástur til að fylgja í hennar fótspor. Árið 2024 hlaut Arnhildur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.
Geirlaug Þorvaldsdóttir hlaut FKA þakkarviðurkenninguna 2025 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu. Geirlaug er eigandi Hótel Holts.
- Með elju sinni og ástríðu hefur Geirlaug Þorvaldsdóttir varðveitt menningararfleifð fjölskyldu sinnar og stuðlað að framgangi íslenskrar menningar og lista. Geirlaug hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar í janúar 2025. Geirlaug er virk í FKA og árið 2023 tók hún þátt í stofnun Platínu hóps sem virkjar félagskonur á þriðja æviskeiðinu og fær hópurinn þær til að deila þekkingu sinni og reynslu með yngri konum.

MYND// Geirlaug, Hrefna og Arnhildur.
Almenningi og atvinnulífinu fyrir tilnefningarnar
Tilnefningar bárust í ár í öllum flokkum af landinu öllu og dómnefnd fór yfir tilnefningar og valdi á endanum þær sem klappaðar voru upp á svið.
Formaður dómnefndar 2025 var stjórnarkona FKA Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir eigandi Synia og hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf og með henni í dómnefnd í stafrófsröð:
- Ásgeir Ingi Valtýsson markaðsséní og einn stofnanda Popp Up.
- Edythe Mangindin ljósmóðir og doktorsnemi, Fæðingarheimili Reykjavíkur.
- Hildur Petersen athafnakona sem sat í fyrstu stjórn FKA og er Þakkarviðurkenningarhafi FKA 2018.
- Jón Björnsson forstjóri Veritas og stjórnarmaður Boozt og Dropp.
- Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður og ráðgjafi, stýrir m.a. Sprengisandi á Bylgjunni.
- Rósa Kristinsdóttir sérfræðingur hjá VEX framtakssjóði, meðstofnandi Fortuna Invest.

Stjórn FKA 224-2025
- Unnur Elva Arnardóttir forstöðumaður hjá Skeljungi – formaður
- Andrea Ýr Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsulausna & hjúkrunarfræðingur – ritari
- Grace Achieng stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic
- Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf ehf.
- Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus – varaformaður
- Guna Mežule rekstrarstjóri
- Helga Björg Steinþórsdóttir stofnandi og meðeigandi AwareGO
- Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi & eigandi Gæludýr.is og Home&you – gjaldkeri
- Jasmina Vajzovic Crnac stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf.
- Sandra Yunhong She framkvæmdastjóri og eigandi Arctic Star ehf.

MYND // Unnur Elva formaður FKA.

MYNDIR: Silla Páls Mirror Rose
Hjartans hamingjuóskir Hrefna, Geirlaug og Arnhildur!