30. janúar 2025
Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025. Hamingjuóskir!
Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA.
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, eigandi sap arkitekta og Lendager Ísland, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi og Geirlaug Þorvaldsdóttir eigandi Hótel Holts heiðraðar.
Árlega heiðrar Félag kvenna í atvinnulífinu konur og veitir FKA Viðurkenningu, Hvatningarviðurkenningu FKA og Þakkarviðurkenningu FKA. Viðurkenningarhátíðin var haldin á Hótel Reykjavík Grand og í streymi á mbl. Atvinnulífið og aðstandendur fylgdust með, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra var með erindi, Rakel Garðarsdóttir framleiðandi hjá Vesturporti einnig og framkvæmdastjóri FKA, Andrea Róbertsdóttir, var kynnir.
Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025 sem veitt er fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri. Arnhildur er arkitekt, eigandi sap arkitekta og Lendager Ísland.
- Arnhildur er þekkt fyrir nýstárlegar aðferðir, hugrekki og sköpunargáfu sem stuðla að aukinni sjálfbærni í rótgrónum iðnaði. Þá vinnur Arnhildur að rannsóknum á því hvort stýra megi hraunrennsli til að nota við byggingargerð og hefur lagt grunn að sjálfbærari framtíð í byggingariðnaði og verið öðrum innblástur til að fylgja í hennar fótspor. Árið 2024 hlaut Arnhildur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

MYND // Silla Páls





MYND// Silla Páls.
Umsögn ...
„Arnhildur er þekkt fyrir nýstárlegar aðferðir, hugrekki og sköpunargáfu sem stuðla að aukinni sjálfbærni í rótgrónum iðnaði.“
„Þá vinnur Arnhildur að rannsóknum á því hvort stýra megi hraunrennsli til að nota við byggingargerð. Þessi aðferð felur í sér að nýta hraunrennsli til að móta byggingar í stað hefðbundinna byggingarefna og draga þannig úr umhverfisáhrifum mannvirkjagerðar.“
„Með elju sinni og nýsköpun hefur Arnhildur lagt grunn að sjálfbærari framtíð í byggingariðnaði og verið öðrum innblástur til að fylgja í hennar fótspor.“
„Nýstárlegar aðferðir og vinnur að því að finna lausnir sem stuðla að betri heimi.“
„Arnhildur hefur umturnað umræðu í kringum byggingariðnað, arkitektúr á Íslandi og er ein stærsta von sem ungir arkitektar finna fyrir í umhverfi sem var löngu staðnað.“
„Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um sé að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúist að miklu leyti um að endurnýta efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnis-hlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls.“
„Hefur vakið athygli fyrir frumkvöðlahugsun og þverfaglega nálgun í arkitektúr og byggingariðnaði, er að beita þverfaglegri nálgun á rótgróinn iðnað með því að auðga hann með listrænni hugsun, hagnýtingu og sjálfbærni að leiðarljósi.“
„Árið 2024 hlaut Arnhildur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þverfaglega nálgun sína og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefna.“
„Hún er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir.“
Félag kvenna í atvinnulífinu FKA óskar þér til hamingju með viðurkenninguna.



Formaður dómnefndar 2025 var stjórnarkona FKA Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir eigandi Synia og hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf og með henni í dómnefnd í stafrófsröð:
- Ásgeir Ingi Valtýsson markaðsséní og einn stofnanda Popp Up.
- Edythe Mangindin ljósmóðir og doktorsnemi, Fæðingarheimili Reykjavíkur.
- Hildur Petersen athafnakona sem sat í fyrstu stjórn FKA og er Þakkarviðurkenningarhafi FKA 2018.
- Jón Björnsson forstjóri Veritas og stjórnarmaður Boozt og Dropp.
- Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður og ráðgjafi, stýrir m.a. Sprengisandi á Bylgjunni.
- Rósa Kristinsdóttir sérfræðingur hjá VEX framtakssjóði, meðstofnandi Fortuna Invest.
Við þökkum öllum þeim sem tilnefndu konur af landinu öllu og hvetjum ykkur til að gera það að árlegum viðburði - að tilnefna. Vil koma sérstöku þakklæti á dómnefnd, Árvakur, mbl, Studio M og Kukl.
Við viljum þakka öllum sem mættu eða horfðu. Hótel Reykjavík Grand fyrir frábærar móttökur og stuðning líkt og síðustu ár, Instamyndum, Blómahönnun og Sillu Páls hjá Mirror Rose.
Síðast en ekki síst Coca-Cola á Íslandi sem er styrktaraðili FKA á Kvennaári 2025.
Stórglæsilegt sérblað sem gefið var út í tilefni af Viðurkenningarhátíð FKA og má lesa HÉR
Horfa má á upptöku frá Viðurkenningarhátíð HÉR
S
MYNDIR: Silla Páls Mirror Rose