Beint í efni
Mínar síður

1. júní 2023

Guðrún varaformaður, Ingibjörg Salóme gjaldkeri og Andrea Ýr ritari FKA.

Nýkjörin stjórn FKA kom saman til að hefja nýtt kjörtímabil

Aðalfundur FKA-Félag kvenna í atvinnulífinu var haldinn 10. maí 2023, á Nauthóli, með beinu streymi fyrir þær félagskonur sem höfðu ekki tök á því að mæta.

Á aðalfundinum tók Unnur Elva Arnardóttir við sem formaður FKA -Félags kvenna í atvinnulífinu ásamt því að í stjórnendahópinn bættust við nýjar konur sem eiga öflugt starfsár í vændum þar sem félagið fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári og fjölmörg verkefni framundan fyrir nýja stjórn.

Þær stjórnarkonur sem sitja í stjórn FKA-Félag kvenna í atvinnulífinu starfsárið 2023-2024 eru eftirfarandi:  

  • Andrea Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og hjúkrunarfræðingur (stjórnarkona)
  • Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, mannauðs- og skrifstofustjóri Jiko Technologies Europe (varakona til eins árs)
  • Dóra Eyland, Golfklúbbur Reykjavíkur (hálfnuð með tímabil í stjórn og heldur áfram)
  • Erla Björg Eyjólfsdóttir, Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Cohn & Wolfe á Íslandi, aðstoðarkennari við Háskólann á Bifröst og stjórnarkona hjá Menntasjóði Námsmanna (varakona til eins árs)
  • Grace Achieng, stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic (stjórnarkona)
  • Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar (varakona til eins árs)
  • Guðrún Gunnarsdóttir, deildarstjóri hjá Fastus (hálfnuð með tímabil í stjórn og heldur áfram)
  • Helga Björg Steinþórsdóttir, stofnandi og meðeigandi AwareGO (stjórnarkona)
  • Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Gæludýr.is, framkvæmdastjóri Home@you og hundaræktandi (stjórnarkona til eins árs)
  • Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi (formaður stjórnar)

Guðrún varaformaður FKA, Unnur formaður, Ingibjörg gjaldkeri og Andrea Ýr ritari.

Ný stjórn mætti kröftug til starfa

Nýkjörin stjórn mætti í húsakynni FKA í Húsi atvinnulífsins 23. maí sl., til að kynnast og hefja sitt fyrsta starfsár saman sem ný stjórn. Á fundinum var kosið í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera og voru þær Guðrún Gunnarsdóttir kosin varaformaður, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir gjaldkeri og Andrea Ýr Jónsdóttir ritari.

„Ég er full tilhlökkunar að fá kynnast og byrja að starfa með nýjum FKA stjórnarkonum. Við erum fjölbreyttur hópur sem komum saman sem ein heild til að efla það mikilvæga starf sem FKA stendur fyrir. Við félagskonur tökum fagnandi á móti nýjum tímum og framundan er skemmtilegt og viðburðamikið starfsár þar sem FKA fagnar 25 ára afmæli. Við ætlum að halda áfram að efla og koma á stofn landsbyggðadeildum og stefnum að enn frekari alþjóðastarfi ásamt því að við ætlum að setja enn meiri kraft í okkar einstaka hreyfiaflsverkefni sem fer stækkandi með ári hverju“ – Guðrún Gunnarsdóttir, varaformaður FKA.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Félagkonur taka fagnandi á móti nýjum tímum – og svo nýju starfsári áfram til áhrifa!

#FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur

Dagsetning
1. júní 2023
Deila