Beint í efni
Mínar síður

17. október 2024

FKA konur unnu til verðlauna á GlobalWIIN 2024 – Hamingjuóskir!

ÍSLENSKAR KONUR SIGURSÆLAR Á GLOBALWIIN 2024

FKA konur unnu til verðlauna á GlobalWIIN 2024 - Hamingjuóskir!

,,Sjö íslenskar konur unnu til verðlauna fyrir fimm nýsköpunarverkefni á hátíðinni GlobalWIIN 2024 sem haldin var í London dagana 2.-3. október. GlobalWIIN (Women Inventors and Innovator Network) eru  alþjóðasamtök kvenna í nýsköpun sem árlega veita konum á öllum sviðum nýsköpunar hvatningarverðlaun. Í ár voru 75 konur tilnefndar frá 23 löndum," segir í fréttatilkynningu frá KVENN félagi kvenna í nýsköpun.

Íslensku konurnar sem unnu til verðlauna eru flestar í FKA og færum við þeim hamingjuóskir. Þær sem unnu til verðlauna eru:

Hraundís Guðmundsdóttir – Hraundís, íslenskar ilmkjarnaolíur (EXEMPLARY SPECIAL RECOGNITION AWARD)  www.hraundis.is  / sími 8641381

Björg Árnadóttir – Stílvopnið – valdefling og sköpun (SPECIAL RECOGNITION AWARD) www.stilvopnid.is / sími 8996917

Ólöf Rún Tryggvadóttir – Eylíf heilsa (SPECIAL RECOGNITION AWARD) www.eylif.is / sími 8614041

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir – Catecut (SPECIAL RECOGNITION AWARD) www.catecut.is / sími 6948850

Dögg Guðmundsdóttir, Heiðdís Einarsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir - Aska Bio Urns (SPECIAL RECOGNITION AWARD) www.askabiourns.com / sími 8916304

Dögg Guðmundsdóttir var einnig tilnefnd fyrir hönd Danmerkur – A peaceful place (ONE GOLD EXCEPTIONAL CREATIVE AWARD) www.doggdesign.com  / sími (+45) 26 17 09 05

Uppfinningaríkidæmi, nýsköpun og þrautseigja verðlaunuð

Hraundís hefur vakið athygli fyrir ekta ilmkjarnaolíur úr íslenskum jurtum, Björg hefur þróað skapandi, valdeflandi og inngildandi aðferðir í ritlistarkennslu hérlendis og erlendis, Ólöf Rún framleiðir fæðubótarefni úr hreinum, íslenskum hráefnum frá sjálfbærum auðlindum, Heiðrún hefur hannað app til að koma í veg fyrir sóun með markvissari fatakaupum á netinu og Dögg hlaut verðlaun fyrir tvö verkefni – annað ásamt Heiðdísi og Þórhildi – sem stuðla að sjálfbærum lausnum við greftrun.  Uppfinningakona ársins 2024 var valin hin finnska Aino Mustonen www.fatec.fi  sem þróað hefur leiðir til að nýta úrgang frá stál- og kolaiðnaði við framleiðslu á  nýrri tegund steypu.

Þrautseigja þessara kvenna er verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla enda sýnir tölfræði um konur í nýsköpun mikla þörf fyrir að gera þátt þeirra sýnilegri.

Myndatexti: Sigursælir frumkvöðlar að verðlaunafhendingu lokinni: Fremri röð (t.v.): Dögg Guðmundsdóttir, Heiðdís Einarsdóttir, Björg Árnadóttir, Hraundís Guðmundsdóttir. Efri röð (t.v.): Þórhildur Einarsdóttir, Elínóra Inga Sigurðardóttir og Ólöf Rún Tryggvadóttir. Á myndina vantar Heiðrúnu Ósk Sigfúsdóttur.  Ljósmynd: Linda Gould/GlobalWIIN

Nánari upplýsingar: Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður KVENN og forseti EUWIIN, Evrópudeildar GlobalWIIN // elinoras@gmail.com sími 8984661. Einnig má hafa samband við hvern vinningshafa fyrir sig.

Dagsetning
17. október 2024
Deila