Beint í efni
Mínar síður

12. október 2022

Arftakastjórnun og mikilvægi þess að hætta að reyta fjaðrir af konum // Viðtal við Dr. Ástu Dís vegna Jafnvægisvogar FKA.

          

,,Stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar FKA, Jafnrétti er ákvörðun, fór fram fyrr í dag. Verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Ein þeirra sem þarna hélt erindi var Dr. Ásta Dís Óladóttir, dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands og erindi hennar bar yfirskriftina ,,Erum við að beita úreltum aðferðum?" Við hittum Ástu Dís í Útvarpshúsinu og spurðum hana út í það hvort úreltum aðferðum væri beitt í ráðningum á stjórnendum fyrirtækja.“

Síðdegisútvarpið HÉR - viðtal Hrafnhildar Halldórsdóttur við Dr. Ástu Dís Óladóttur er fyrsta viðtalið í þætti dagsins. Þar er skautað yfir forvitnilegar niðurstöður rannsókna, arftakastjórnun og mikilvægi þess að hætta að reyta fjaðrir af konum. Síðdegisútvarpið á Rás 2 er í umsjá: Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir.

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar 2022.

59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Á árinu 2022 bættust við 57 nýir þátttakendur í hóp þeirra aðila sem taka þátt í Jafnvægisvoginni.

Frábær árangur á meðal þátttakenda í Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í dag stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn). Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 voru viðurkenningarhafar 53 talsins en í ár voru þeir samtals 76.

Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, PiparTBWA og Ríkisútvarpið.

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar og viðurkenningarathöfn fór fram 12. október 2022 og var streymt á vef RÚV (www.ruv.is).


Dagskrá :
Ávarp - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
„Erum við að beita úreltum aðferðum?“ - Dr. Ásta Dís Óladóttir, dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands
„Jákvæð fyrirtækjamenning í flugtaki“- Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
„Verum meðvituð um hið ómeðvitaða“ – Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi
„Allskyns orð“ - Bragi Valdimar Skúlason, íslensku-, tónlistar-, markaðs- og sjónvarpsmanneskja
-Ávarp - Eliza Reid, forsetafrú
-Viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar


Frekari upplýsingar veitir: Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA, sími 690 7643, jafnvaegisvogin@fka.is

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, standing og innanhúss
Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA.

Jafnvægisvog FKA // Nánar HÉR

#FKA #Tengslanet #Hreyfiafl #Sýnileiki #PiparTBWA #Jafnvægisvog #Sjóvá #Jafnvægisvogin @Steinunn Valdís Óskarsdóttir @Katrín Jakobsdóttir @Thelma Kristín Kvaran #JafnvægisvogFKA @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Unnur Elva Arnardóttir @Guðrún Gunnarsdóttir @Þorsteinn Pétur Guðjónsson @Anna B. Sigurðardóttir #RÚV #Deloitte @Birgir Jónsson #Play @Ásta Fjeldsted #Festi @dr. Ásta Dís Óladóttir #HÍ #HáskóliÍslands Bragi Valdimar Skúlason #Orðbragðs @Katrín Jakobsdóttir @Eliza Reid #HÍ @Andri Freyr Viðarsson @Guðrún Dís Emilsdóttir @Hrafnhildur Halldórsdóttir #Síðdegisútvarpið #Rás2

Dagsetning
12. október 2022
Deila