
Grace Achieng
Starfstitill
Stofnandi
Fyrirtæki
Gracelandic ehf.
Deildir
Atvinnugeiri og hæfni
AlþjóðaviðskiptiFatahönnunFjölmiðlarFramkvæmda- og árangursstjórnunLeitavélabestun (SEO)LoftslagsaðgerðirMannréttindiMarkaðsáætlanirNáttúruauðlindirSjálfbær stjórnsýslaSjálfbærir stjórnarhættirSölu- og markaðsmálStafræn auglýsingagerðStafræn markaðssetningUmhverfismálUmhverfisverndVerkefnastjórnunViðburðarstjórnViðskiptahraðlar og frumkvöðlaseturVörumerkjastjórnun
Gef kost á mér til stjórnarsetu fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana
Tilbúin að koma fram í fjölmiðlum
Ég er stjórnandi í fyrirtæki
Ég er eigandi eða rekstraraðili í fyrirtæki
Stjórnarseta
2022- FKA Nýir Íslendingar / formaður.
2023-2025 - Aðalstjórn FKA
Ábyrgðarstöður innan FKA
- Formaður FKA Ný-Íslendinga 2022–2023. Á þessu tímabili fjölgaði konum af erlendum uppruna verulega innan félagsins.
- Hlaut FKA Hvatningarverðlaunin 2023 fyrir athyglisvert frumkvæði í atvinnulífinu.
- Sat í aðalstjórn félagsins 2023–2025. Þar hét ég því að nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu sem og að vera talskona fyrir mál sem varða unga kynslóðina. Ég er ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og fylgja draumum sínum óhrædd.
- Fulltrúi stjórnar FKA á Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í New York, (UN CSW) árin 2024 og 2025.
- Stýrði alþjóðatengslum og skipulagði viðburði með sendiherrum annarra þjóða, annars vega viðburði til að tengja konur í orkumálum á Íslandi og Kanada og hins vegar fögnuði Kvenréttindadagsins og merkiskonunni Bodil Begtrup þann 19. júní með sendiherrum Danmerkur.
- Fulltrúi stjórnar FKA í AWE Iceland hraðlinum, í samstarfi við Bandaríska sendiráðið, Háskóla Íslands og WOMEN – Samtök kvenna af erlendum uppruna, til að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi.
- Gekk til liðs við Bara Tala og undirritaði samning til að auka aðgengi Ný-Íslendinga að starfstengdri íslenskri tungu.
- Tók þátt sem fulltrúi stjórnar í skipulagsnefnd viðburðarins „Ring the Bell for Gender Equality” sem haldinn er hátíðlega á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, af Kauphöllinni í samstarfi við FKA, UN Women og UN Global Compac, 2024-2025.
- Fulltrúi stjórnar á Sýnileikadeginum með frábæru teymi þar sem við nýttum gervigreind, tækni og sköpunargáfu til að hámarka áhrif og draga úr kostnaði – allt innan sex vikna. Ég lærði ótrúlega mikið og er stolt af því sem okkur tókst að framkvæma saman, sem og því sem má gera betur.