Hlutverk, markmið og gildi

2018.6.-skipurit-fka

FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. 


Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna úr öllum greinum atvinnulífsins. FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins. FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999.

Framtíðarsýn FKA

Íslenskt atvinnulíf einkennist af fjölbreytileika öðrum löndum til fyrirmyndar.

Hlutverk 

FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins
FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku. 

Gildi FKA

F - Framsækni

vísar í kraftinn sem býr í FKA konum og hlutverk þeirra í að auka fjölbreytileikann í íslensu atvinnulífi.

K - Kunnátta

vísar í að FKA miðlar þekkingu og reynslu til félagskvenna og leggur áherslu á hvatningu og tengsl.

A- Afl

vísar til að FKA er leiðandi hreyfiafl í íslensku atvinnulífi.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica