Fréttir

Vinnufundur nefnda og deilda FKA

24. ágú. 2019

FKA_logo_FKA-framtid_svart_hvitur_grunnurÍ byrjun starfsárs þá hittast allar þær konur sem leiða starf FKA á vinnufundi þar sem drög að öflugu starfsári eru lagðar.

Markmið fundar er að fara yfir ferla og vinnureglur og leggja drög að öflugu og flottu vetrarstarfi.

Í FKA starfa þrjár deildir; Atvinnurekendadeild, FKA Framtíð og LeiðtogaAuður. Fimm nefndir starfa fyrir FKA; Viðskiptanefnd, Fræðslunefnd, Nýsköpunarnefnd, Golfnefnd og Alþjóðanefnd.

Einnig er haldið úti starfi í FKA Norðurland, FKA Suðurland, FKA Vestfjörðum og FKA Vesturlandi. Fundinum verður streymt til Landsbyggðanefnda.

Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, miðvikudaginn 28. ágúst. 

Hér má sjá allar þær konur sem skipa nefndir og deildir FKA - https://www.fka.is/um/nefndir/

Á fundinn
https://www.fka.is/um/a-dofinni/2019/08/28/eventnr/577

Þetta vefsvæði byggir á Eplica