Fréttir

Nýkjörin stjórn FKA 2018-2019

17. maí 2018

Stjórn FKA 2018 - 2019

2018.5-stjornÖflug og fjölbreytt stjórn FKA var kosin  á aðalfundi félagsins 16. maí sem haldinn var í Íslandsbanka sem er aðalbakhjarl félagsins.
 

Frambjóðendur í stjórn voru fjórar konur í þrjú sæti. Kosningu í stjórn hlutu Hulda Ragnheiður Árnasdóttir, Lilja Bjarnadóttir og Anna Þóra Ísfold hlaut endurkjör. Að auki sitja áfram í stjórn frá fyrra ári Áslaug Gunnlaugsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Ragnheiður Aradóttir og formaður FKA, Rakel Sveinsdóttir.

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA:
 ,,Framundan er gífurlega spennandi starfsár hjá FKA sem á næsta ári mun fagna 20 ára starfsafmæli sínu. Það er því mikill fengur fyrir okkur að til stjórnarsetu skuli bjóðast kröftugur hópur kvenna, með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu en þess má geta að til viðbótar við stjórnarkjör á aðalfundi, voru ríflega 100 konur skráðar í nefndar- og deildarstörf fyrir starfsárið 2018-2019. Ég hlakka mikið til samstarfsins með þessum öfluga hópi kvenna sem og þeim 1150 leiðtogakonum sem nú eru virkir félagsmenn í FKA og fer hratt fjölgandi.”

FKA samanstendur af ríflega ellefuhundruð leiðtogakonum á öllum sviðum atvinnulífsins og telst yfir helmingur þeirra til forstjóra, framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækja. Meðal stærri verkefna FKA síðastliðin ár hefur verið átak til að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum, aukin hlutdeild kvenna í stjórnum félaga og nú síðast verkefnið Jafnvægisvogin, sem ætlað er að stuðla að aukinni hlutdeild kvenna í efra lagi fyrirtækja.

Stjórnarkonur FKA 2018-2019 skipa
Formaður FKA: 
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr, rakel@spyr.is

Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður og  eigandi LOCAL Lögmönnum, aslaug@locallogmenn.is
Anna Þóra Ísfold, ráðgjafi, Isfold Markaðsráðgjöf, isfold.anna@gmail.com
Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu ehf., gudrun@strategia.is
Ragnheiður Aradóttir stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching, ragga@procoaching.is
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands, hulda@vidlagatrygging.is
Lilja Bjarnadóttir lögfræðingur og eigandi og stofnandi Sáttaleiðin ehf., lilja@sattaleidin.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica