Fréttir

Nýr formaður FKA - Fréttatilkynning til fjölmiðla

16. maí 2019

Hulda Ragnheiður Árnadóttir er nýr formaður FKA

FKA-19-05-15-14740Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands var kosin formaður FKA á einum fjölmennasta aðalfundi félagsins sem haldin var í húsakynnum deCODE genetics, í gær 15. maí. Í framboði til formanns var einnig Rakel Sveinsdóttir, fyrrum formaður FKA sem sóttist eftir endurkjöri.

Í framboði til stjórnar voru sjö konur um þrjú sæti til tveggja ára og tvo sæti til eins árs. Kosnar voru í stjórn til tveggja ára: Sigríður Hrund Pétursdóttir, Ragnheiður Aradóttir og Áslaug Gunnlaugsdóttir. Til eins árs voru kosnar Hulda Bjarnadóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvík. Að auki situr Lilja Bjarnadóttir í stjórn, en hún var kjörin til tveggja ára árið 2018.

Fyrrum formanni FKA, Rakel Sveinsdóttur og fráfarandi stjórnarkonum, Guðrúnu Ragnarsdóttur og Önnu Þóru Ísfold er þakkað fyrir stjórnarstörf og allt þeirra framlag til félagsins.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir:

„Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk frá félagskonum. Það verður spennandi að takast á við krefjandi verkefni í samstarfi við þær öflugu konur sem gefið hafa kost á sér til starfa í nefndum, deildum og stjórn félagsins. Ég hlakka til að fá tækifæri til að virkja enn fleiri konur til þátttöku, bæði í núverandi verkefnum og þeim verkefnum sem kynnt verða til leiks þegar nýtt starfsár hefst.“

Stjórn FKA 2019 – 2020

FKA-19-05-15-14742Áslaug Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Lilja Bjarnadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir en á myndina vantar Huldu Bjarnadóttur og Margréti Jónsdóttir Njarðvík.

Upplýsingar veita:

Formaður FKA
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Sími: 892 1110, hulda@nti.is

Framkvæmdastjóri FKA
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA
sími: 571-9555, hrafnhildur@fka.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica