Fréttir
  • Metoo

#metoo verkefnum FKA hvergi nærri lokið

27. mar. 2018

MetooEins og stjórn hefur haft á stefnuskrá sinni hafa verkefni sem tengjast #metoo verið fyrirferðarmikil í starfi FKA það sem af er þessu starfsári og mun verða það áfram. FKA á fulltrúa í nefnd á vegum velferðarráðuneytisins, sem hefur það hlutverk að undirbúa rannsókn sem ætlað er að meta umfang kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis og eineltis á íslenskum vinnumarkaði. Nefndinni er ætlað að setja saman þær spurningar sem teljast mega mikilvægastar til að byggja aðgerðaráætlun um úrbætur á vinnumarkaði á.

Miðvikudaginn 4. apríl kl. 17.00 mun fulltrúi FKA í nefndinni, Hulda Ragnheiður Árnadóttir halda vinnustofu með áhugasömum FKA konum, í þeim tilgangi að sækja í baklandið okkar eftir hugmyndum að nálgun á þetta rannsóknarefni. 

Vinnustofan verður nokkurskonar hugarflugsfundur, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að varpa fram spurningum sem þeir myndu vilja fá svör við í þessari könnun. Það er mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra FKA kvenna þannig að innlegg okkar í nefndina endurspegli skoðun sem flestra félaga í okkar ágæta félagi. 

Vinnustofan verður haldin í húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð., fundarsalurinn KVIKA.

Ef þið viljið koma ábendingum á framfæri til fulltrúa okkar í nefndinni en eigið þess ekki kost að mæta á vinnustofuna getið þið sent póst merktan #metoo nefndin á hulda@vidlagatrygging.is.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica