Fréttir

#metoo: FKA hvetur konur til að klæðast svörtu 31.janúar 2018

Fréttatilkynning frá FKA

22. jan. 2018

#metoo: Hvetjum konur til að klæðast svörtu 31.janúar 2018

Stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31.janúar nk. Með þessu er markmiðið að konur sýni samstöðu sína og stuðning við #metoo byltinguna.

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA: ,,Nú þegar hefur fjöldinn allur af hugrökkum konum stigið fram með sínar sögur. Þetta eru konur á öllum sviðum atvinnulífs,ins á öllum aldri og alls staðar af á landinu. Engin þessara kvenna stendur ein í sinni baráttu því að í #metoo stöndum við konurnar saman sem ein heild.  Og í þetta sinn þarf samfélagið að skilja að okkur er full alvara með að hér muni ná fram að ganga, varanlegar breytingar í viðhorfum og valdbeitingu. Þess vegna klæðumst við konurnar svörtu þann 31.janúar næstkomandi.”

Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31.janúar en þetta er stærsti viðburður FKA á hverju ári. Með því að velja þennan dag vill stjórn FKA undirstrika hversu mikilvægt það er að #metoo byltingunni verði fylgt eftir í orði, í verki og af þeirri virðingu sem hún á skilið.

 Nánari upplýsingar veita undirritaðar.

 Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA, gsm 822-0866, netfang rakel@spyr.is

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, gsm 896-7566, netfang hrafnhildur@fka.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica