Fréttir
  • image1

Skráning - Aðalfundur FKA haldinn þriðjudaginn 15. maí

10. maí 2012

Alþjóðanefnd Vinnur með stjórn að efla erlend samskipti
Fræðslunefnd Vinnur með stjórn að fræðslumálum
Tengsla- og nýliðanefnd Vinnur með stjórn að auknum tengslum félagskvenna og heldur utan um nýjar konur
Viðskiptanefnd Hefur það verkefni að auka viðskipti milli félagskvenna
Golfnefnd Sér um árlegt golfmót félagsins sumarið 2012
FKA Norðurland Sér um starfsemi FKA á Norðurlandi
FKA Suðurland Sér um starfsemi FKA á Suðurlandi

Aðalfundur FKA 2012 verður haldinn á Center Hotel Plaza, Aðalstræti 4, 101 Rvk, þriðjudaginn 15. maí kl. 16:30.

Dagskráin er í samræmi við 7. gr. laga FKA - smelltu hér til að sjá lög félagsins

Stjórnarkjör

Kosið skal um 3 stjórnarsæti til 2ja ára, skv. 8. gr. laga félagsins. Úr stjórn ganga Kristín Pétursdóttir og Bryndís Torfadóttir og eru þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins. Félagskonur sem hafa áhuga á að leggja félaginu lið með starfskröftum sínum eru hvattar til að gefa kost á sér til stjórnar- eða nefndarstarfa. Félagskonum í stjórnarframboði gefst tækifæri til að senda kynningu á sér til félagskvenna í gegnum póstlista félagsins.

Konur geta boðið sig fram til stjórnarkjörs allt fram að og á aðalfundi en er þó bent á að ef framboð berast ekki fyrir 14. maí verða nöfn þeirra ekki skráð á kjörseðla sem prentaðir verða fyrir fundinn.  Hins vegar verður hægt að bæta inn nöfnum á auðar línur á kjörseðlinum.

 Nefndarkjör

Stjórn FKA auglýsir eftir framboðum til nefndarstarfa fyrir félagið næsta starfsár 2012-2013. Félaginu er mikill akkur í því að hafa öflugar nefndir starfandi svo fleiri hugmyndir og viðhorf komi að borðinu til að efla starfsemi félagsins.  Þær sem bjóða sig fram komast allar að og ekki er kosið um nefndarsetu á aðalfundinum, einungis tilkynnt hverjar hafa boðið sig fram. Konur sem gegnt hafa nefndarstörfum og hafa hug á því að starfa áfram þurfa að endurnýja framboð sitt.

Nefndir FKA starfa að verkefnum sem þeim eru falin í samráði við og á ábyrgð stjórnar félagsins, skv. 11. gr. laga félagsins.

Nauðsynlegt er að skrá sig þar sem veitingar eru í boði.  

Að loknum aðalfundi FKA og móttöku að honum loknum verður rölt yfir á Grillmarkaðinn (göngufæri við fundarstað). 
Við verðum útaf fyrir okkur á neðri hæð staðarins og hvetjum við félagskonur til að koma og njóta sín saman á síðasta viðburði vetrarins. Hópmatseðill - Verð: 5.980 kr. (hver og ein greiðir sína drykki aukalega)  

Smelltu hér til að skrá þig

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins, Hulda Bjarnadóttir, hulda@fka.is, sími 897-0711.

Framboð til stjórnar og nefndarstarfa þurfa einnig að berast henni.

Með kveðju

Stjórn FKA


Þetta vefsvæði byggir á Eplica