Fréttir
  • IMG_2415

Haustferð FKA til Montreal

Vel heppnuð haustferð að baki 

6. okt. 2016

Vel heppnuð haustferð FKA til Montreal er nú að baki en ferðin var afar fjölbreytt og viðburðarík hjá 36 kvenna sendinefnd.IMG_2385

Til að fátt eitt sé nefnt í glæsilegri dagskrá þá tók forstjóri Ritz Carlton á móti FKA, kynnti reksturinn og áskoranir sem hótelkeðja eins og Ritz stendur andspænis. IMG_2394Heimsókn var í háskólann McGill þar sem fyrirlestrar voru haldnir sem og heimsóknir frá atvinnulífinu, tengslamyndun og fjölmiðlar og fræðimenn héldu erindi. IMG_2442FKA konur fóru jafnframt í fjármálastofnanir og tóku framkvæmdastjórar í Royal Bank of Canada á móti þeim sem og hótel og ferðamálastofnun Qubec-fylkis. 
IMG_2545

Vettfangsferð var farin í Cirgue Solei sem var mikil upplifun og kynning haldin á rekstri sirkusins sem er í raun lítið borgríki út af fyrir sig. 
IMG_2577

Móttaka var haldin af sendiherra Íslands í Kanada, Sturla Sigurjónssyni og styrkt voru tengsl við kanadíska viðskiptaráðið sem og heiðursráð Íslands í Montreal. 
IMG_2643Ekki má gleyma heimboði Debru Margles, forstjóra Michael Kors í Kanada þar sem vel var tekið á móti íslensku konunum. 
MountDagsferð var farin til Mount-Tremblant og Saint-Sauveur og ferðin endaði á viðskipta- og tengslahitting við FKA konur í Montreal.
Haustferð FKA er árlegur viðburður sem er stýrt af framkvæmdastjóra og viðburðanefnd alþjóðanefndar sem á þakkir skilið fyrir skipulagningu á glæsilegri haustferð.

IMG_2415

IMG_2538

IMG_2686

IMG_2442

IMG_2786

Þetta vefsvæði byggir á Eplica