Fréttir
  • 9862

Nýkjörin formaður FKA, Rakel Sveinsdóttir í viðtali

"Ég ætla að verða mjög öfl­ug­ur formaður"

29. maí 2017

Rakel Sveins­dótt­ir er nýr formaður FKA, fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu. Rakel hef­ur komið víða við á ferli sín­um. Hún hóf sinn starfs­fer­il á Morg­un­blaðinu en þar starfaði hún sem blaðamaður frá 23 ára til þrítugs. Hún seg­ir að það hafi verið góður skóli. Rakel seg­ist vakna klukk­an sex á vinnu­dög­um til að nýta tím­ann sem best. Ég byrja á að spyrja hana hvernig formaður FKA hún ætli að vera og auðvitað um ým­is­legt fleira. 

„Ég ætla að verða mjög öfl­ug­ur formaður enda sam­an­stend­ur FKA af ríf­lega eitt þúsund af­reks­kon­um sem allt eru leiðtog­ar á sínu sviði í at­vinnu­líf­inu. Eðli­lega eru því gerðar kröf­ur til for­manns, sem fela meðal ann­ars í sér mjög virka þátt­töku í fé­lags­starfi, í stefnu­mót­andi verk­efn­um og sýni­leika,“ seg­ir Rakel.  

Hvers vegna sótt­ist þú eft­ir þessu starfi?

„Að fara í kosn­inga­bar­áttu til for­manns var góð reynsla og mér fannst ég til­bú­in í það eft­ir að hafa starfað í fé­lag­inu síðastliðin 8 ár. Á þess­um tíma hafði ég verið svo hepp­in að leiða nokk­ur af stærri verk­efn­um FKA, hafði setið í stjórn í 2 ár, verið virk í starfi nefnda og deilda og upp­lifað af eig­in raun hversu öfl­ugt fé­lagið er orðið, ekki síst sem hreyfiafl. Að styðja við leiðtoga­kon­ur í at­vinnu­líf­inu, sam­hliða því að stuðla að aukn­um fjöl­breyti­leika í at­vinnu­líf­inu eru því verðug verk­efni sem eru án efa sam­fé­lag­inu öllu til heilla. Ég nefni sem dæmi fjöl­miðlaverk­efnið okk­ar sem geng­ur út á að auka ásýnd kvenna í fjöl­miðlum, eða Jafn­væg­is­vog­ina sem við mun­um kynna bet­ur næsta haust og mun stuðla að því að auka hlut­deild kvenna í efra lagi stjórn­enda fyr­ir­tækja. Síðan til­heyri ég sjálf FKA Suður­landi, sem hef­ur gefið mér inn­sýn í það hversu mik­il­vægt það er að efla starf lands­byggðardeilda FKA.“

Hvað skipt­ir máli fyr­ir FKA-kon­ur að hafa í huga ef þær ætla að ná langt á vinnu­markaði?

„Að hafa trú á sjálfri sér og vera frakk­ar að láta vita af sér þegar þess þarf.“


HÉR má lesa fréttina í heild sinni á mbl.isÞetta vefsvæði byggir á Eplica