Fréttir
  • Loa-mbl.is

FKA er hreyfiafl

26. júl. 2016

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir hef­ur verið formaður Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu, FKA, frá ár­inu 2013 en á borði fé­lags­ins hafa verið stærri og smærri verk­efni sem snúa öll að því að styrkja kon­ur í at­vinnu­líf­inu. Sjálf kynnt­ist Þór­dís Lóa fé­lag­inu þegar hún ákvað að söðla um og skipta al­farið um starfs­vett­vang.

„Í grunn­inn er ég menntaður fé­lags­fræðing­ur og hafði unnið hjá hinu op­in­bera í fjölda ára þegar ég ákvað eft­ir að hafa lokið námi í viðskipta­fræði að fara út á al­menna vinnu­markaðinn. Ég hafði stýrt stórri ein­ingu hjá vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar, kennt í Há­skóla Íslands, setið í fasta­nefnd­um fyr­ir ráðherra – lifað og hrærst í op­in­bera kerf­inu og þar inn­an þekkti ég allt og alla; aðferðafræðina, fólkið og leik­regl­urn­ar. Ég fékk því svo­lítið sjokk þegar ég komst að því að tengslanet mitt náði ekk­ert út fyr­ir op­in­bera geir­ann og ég þekkti eng­an í viðskipta­líf­inu,“ seg­ir Þór­dís Lóa.

Þegar Þór­dís Lóa áttaði sig á stöðunni lét hún það vera eitt sitt fyrsta verk að ganga í FKA en hún og eig­inmaður henn­ar voru þarna kom­in út í fyr­ir­tækja­rekst­ur; áttu og ráku Pizza Hut bæði hér­lend­is og í Finn­landi.

„Ég sá að ef ég ætlaði að ná ein­hverj­um ár­angri í viðskipta­líf­inu – ná að gera góða samn­inga og svo fram­veg­is – yrði maður að þekkja fólk. Auk FKA gekk ég því líka í Viðskiptaráð og fór þannig skipu­lega í það að tengja mig inn í viðskipta­lífið.“

Þegar FKA var stofnað árið 1999 var það ein­mitt upp­lif­un kvenna eins og Þór­dís­ar Lóu sem varð til þess að fé­lag­inu var komið á fót að und­ir­lagi þáver­andi iðnaðarráðherra en könn­un á hög­um ís­lenskra kvenna í at­vinnu­rekstri sýndi að þeim fannst þær vanta stuðning. Fyrst var fé­lagið hugsað fyr­ir kon­ur í at­vinnu­rekstri en síðar var lög­um fé­lags­ins breytt og það opnað fyr­ir kon­ur í at­vinnu­líf­inu sem geta þá verið eig­end­ur, setið í stjórn eða verið í stjórn­un­ar­stöðu í fyr­ir­tæki.

„Ég heyri mjög gjarn­an kon­ur í FKA segja að þær hafi ekki áttað sig á hvað tengslanetið er mik­il­vægt – all­ir hafi talað um það en þær hafi ekki áttað sig á því hvað það raun­veru­lega þýddi. Mér finnst aft­ur á móti eins og ungu kon­urn­ar séu mjög meðvitaðar um að þetta skipt­ir máli og það er mjög breytt frá því sem var fyr­ir 10-15 árum.

Það að eiga sterkt tengslanet er miklu dýpra í menn­ingu karl­manna því þótt kon­ur hafi frá ör­ófi alda verið afar öfl­ug­ar í at­vinnu­líf­inu – stýrt stór­um heim­il­um og heilu sveit­un­um meðan karl­menn­irn­ir fóru á sjó­inn, að heyja og til annarra verka – þá höfðu þær ekki sömu tæki­færi til að fara út og hitta fólk. Karl­menn­irn­ir gátu farið í verk­efni utan heim­il­is­ins, hitt hópa af öðrum karl­mönn­um og ræktað tengsl sín á milli.“

Þegar Þór­dís Lóa starfaði í Finn­landi hitti hún banda­rísk­an pró­fess­or á fundi með viðskiptaráðinu þar í landi þar sem verið var að skoða hvernig Finn­ar gætu aukið út­flutn­ing sinn. „Ég geymi alltaf með mér það sem hann sagði um mik­il­vægi þess að mynda og rækta tengsl og að gera það á vinnu­tíma. Það væri manns hlut­verk sem stjórn­anda og part­ur af starf­inu; að ein­angr­ast ekki. Kon­ur eru að pluma sig vel í stjórn­un­ar­stöðum þrátt fyr­ir að vera kannski ein­ung­is inn­an um karl­menn en um leið upp­lifa marg­ar hverj­ar sig ein­angraðar í slík­um aðstæðum.“

 Lesa nánar á mbl.is 

Greinina má lesa í heild sinni í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 24 júlí.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica