Fréttir

Áminning um ægimátt náttúruaflanna! Hugheil kveðja frá FKA!

Mikil mildi að allir hafi bjargast.

20. jan. 2020


Það er stundum sagt að veðurfar sé hugarfar og það getur verið rétt við ákveðin tilefni. En það sem er efst í huga fólks eftir vikuna er áminningin um ægimátt náttúruaflanna þegar snjóflóðin féllu fyrir Vestan.

Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eru á þeim svæðum sem snjóflóðin féllu og hjá þeim sem til þekkja. Hjá þeim sem þurfa að vinna úr sterkum tilfinningum þar sem atburðirnir kveikja og ýfa upp miklar og sterkar tilfinningar. Tjónið hleypur á hundruðum milljóna en það sem skiptir mestu máli er að allir lifðu snjóflóðin af.

Mikil mildi að allir björguðust en ljóst er að það eru fjölmörg stór verkefni framundan. Orð ná ekki að höndla þessar aðstæður en sendur var tölvupóst morguninn eftir flóðin á félagskonur FKA sem eru búsettar á svæðinu. Þar sendi FKA félagskonum sínum og landsmönnum nær og fjær sem eiga um sárt að binda hugheilar kveðjur.

Á mynd má sjá Huldu Ragnheiði Árnadóttur formann FKA sem einnig er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og hefur varið nokkrum tíma fyrir vestan frá því að snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súgandafirði. 

Hr-vestur
Þetta vefsvæði byggir á Eplica