Fréttir
  • IMG_2167

Engin kona forstjóri í Kauphöllinni.

Stjórn FKA sendir frá sér fréttatilkynningu

29. ágú. 2016

Stjórn FKA harmar að 0% kynjafjölbreytileiki er nú meðal forstjóra kauphallarfyrirtækja.

Þetta er verulegt umhugsunarefni fyrir atvinnulífið að nú hefur eina konan sem stýrt hefur fyrirtæki innan Kauphallar látið af störfum.  FKA vill beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreytan stjórnendahóp.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir:

„Um leið og ég óska Jakobi Sigurðssyni til hamingju með nýja starfið þá beini ég þeim tilmælum til hans og annarra forstjóra og stjórnenda að byggja upp fjölbreytan og öflugan stjórnendahóp. Það er verulegt umhugsunarefni fyrir atvinnulífið hversu einsleitur forstjórahópur landsins er“ segir Þórdís Lóa.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica