FKA viðurkenningar

FKA Viðurkenningar 2017

FKA Viðurkenningarhátíð FKA er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Hátíðin er nú haldin í átjánda sinn árið 2017 og verða veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. FKA kallar eftir tilnefningum frá FKA konum og atvinnulífinu sem dómnefnd metur.

FKA viðurkenningin er veitt í þremur flokkum:

FKA viðurkenning 
Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

FKA þakkarviðurkenning
Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

FKA hvatningarviðurkenning
Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.


DSC_0276Dómnefnd fyrir árið 2017 skipa:
Áshildur Bragadóttir, stjórnarkona FKA og forstöðumaður Höfuðborgastofu
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins
Herdís Jónsdóttir, stjórnarkona FKA og forstjóri og eigandi Happy Campers
Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS
Jónína Bjartmarz, formaður Atvinnurekendadeildar FKA og framkvæmdastjóri Okkar Konur Kína ehf
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri NOVA
Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Senu

Hér má sjá alla viðurkenningarhafa frá upphafi 1999

Hér má sjá myndbönd og viðtöl við viðurkenningarhafa frá fyrri árum:

Birna Einarsdóttir - FKA viðurkenning 2016

Sigríður Vilhjálmsdóttir - FKA þakkarviðurkenning 2016

Kolbrún Hrafnkelsdóttir - FKA þakkarviðurkenning 2016

Þetta vefsvæði byggir á Eplica