Samþykktir LeiðtogaAUÐAR

Samþykktir LeiðtogaAUÐAR

1. gr.
Félagsdeildin heitir LeiðtogaAuður og er sér deild innan FKA.

2. gr.
Heimili LeiðtogaAuðar er í Reykjavík.

3. gr.
Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu og að auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu.

4. gr.
Tilgangi sínum hyggst LeiðtogaAuður m.a. ná með námsstefnum, viðburðum og reglulegum fundum.

5. gr.
Félagskonur skulu hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, einka- og opinbera geiranum, hafa gegnt ábyrgðarstöðu og vilja taka þátt í eflingu íslensk atvinnulífs. Halda skal félagaskrá yfir félagskonur. Heimilt er að segja sig úr LeiðtogaAuði hvenær sem er, með tilkynningu til fagráðs/framkvæmdastjóra, en félagsgjald er þó ekki endurgreitt.  Ef hinsvegar félagsgjaldið er ekki greitt eitt ár í röð, er félagskona felld útaf félagaskrá.

6. gr.
Inntökunefnd er kjörin er á aðalfundi ár hvert og er skipuð þremur LeiðtogaAuðum, þar af er ein jafnframt stjórnarmaður.  Inntökunefnd sér um inntöku nýrra félagskvenna og skal kalla eftir tilnefningum frá félagskonum.  Viðmið við inntöku skulu að jafnaði vera að viðkomandi gegni eða hafi gengt stjórnunar- eða ábyrgðastöðu.    Nýjar félagskonur eru teknir árlega í samræmi við reglur um inntöku félagskvenna.

7. gr.
Fagráð LeiðtogaAuðar skal skipað 6 félagskonum, þ.e. formanni, varaformanni sem jafnframt er ritari, gjaldkera, ritstjórn vefsíðu og félagaskrár og 2 meðstjórnendum. Fagráðskonur skulu kosnar til 3 ára í senn, tvær á hverjum aðalfundi sem haldinn skal fyrir lok maí ár hvert. Fagráð skiptir sjálf með sér verkum. Formaður boðar fagráðskonur á fagráðsfundi eftir þörfum. Firmaritun LeiðtogaAuðar er í höndum formanns og eins annars stjórnarmanns.

8. gr.
Starfstímabil LeiðtogaAuðar er frá maí til maí ár hvert. Á aðalfundi LeiðtogaAuðar skal fagráð gera upp árangur liðins árs. Aðeins fagráðskonur mega vera þátttakendur á aðalfundi.

9. gr.
Viðbótarárgjald LeiðtogaAuðar við árgjald FKA er ákvarðað á aðalfundi ár hvert.

10. gr.
Rekstrarafgangi LeiðtogaAuðar skal varið til uppbyggingar faghópsins og til að standa straum af kostnaði af þeim ráðstefnum og fundum sem haldnir eru á vegum LeiðtogaAuðar.

11. gr.
Ákvörðun um slit LeiðtogaAuðar verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og rennur sjóðsafgangur ef einhver er til félags sem starfar að svipuðum markmiðum.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 28. desember 2005 og öðlast gildi sama dag.
Breytingar voru gerðar á aðalfundi 10. maí 2007, 8. maí 2008 og 19. maí 2009, og 26. september, 2011.


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica