Inntökuskilyrði og félagsgjald.


Hvað er LeiðtogaAuður

LeiðtogaAuður er félagsskapur fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageira og hinum opinbera, hafa gegnt ábyrgðarstöðu og vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs.

Markmið LeiðtogaAuðar er að í hópnum séu um 100 konur úr öllum atvinnugreinum með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu.

Skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta verið LeiðtogaAuður

 • Konur sem gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu og eru í forsvari fyrir fyrirtæki/stofnun.
 • Horft er til þess að viðkomandi sé leiðandi í fyrirtækinu/stofnuninni og þarf staða viðkomandi að vera á skipuriti.
 • Viðkomandi þarf að hafa áhuga á og vilja til að vinna að framgangi kvenna í atvinnulífinu.

 

Ferli við inngöngu

 • Tilnefningarnefnd óskar eftir tilnefningum um nýjar félagskonur frá núverandi LeiðtogaAuðum.
 • Tilnefndar konur senda inn stutt kynningarbréf og ferilskrá sem tilnefningarnefnd vinnur úr.
 • Tilnefning þarf jafnframt að vera studd af þremur núverandi LeiðtogaAuðum
 • Árlega gerir tilnefndingarnefnd tillögu til stjórnar um ákveðinn fjölda nýliða.
 • Fjöldi nýliða á hverju ári er að hámarki 10 konur.
 • Stjórn fer yfir tilnefningar og samþykkir

 

Tilnefningarnefnd

 • Tilnefningarnefnd, sem er skipuð þremur LeiðtogaAuðum, gerir tillögu að nýjum félagskonum.
 • Tilnefningarnefnd er kjörin á aðalfundi LeiðtogaAuðar árlega, einn meðlima í nefndinni er jafnframt í stjórn LeiðtogaAuðar.

Félagsgjald


Árgjald LeiðtogaAuðar er viðbót við félagsgjald  FKA og skal fjárhæð þess  ákvörðuð á aðalfundi.  Ágjaldið  er ætlað til uppbyggingar deildarinnar og til að standa straum af  kostnaði við eigin viðburði.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi LeiðtogaAuðar 11. apríl 2012


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica