LeiðtogaAuður

LeiðtogaAuður varð til í tengslum við verkefnið ,,AUÐUR í krafti kvenna” árið 2000

LeiðtogaAuður er deild innan FKA fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageira og hinum opinbera, hafa gegnt ábyrgðarstöðu og vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs.

Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu og að auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu.

Markmið félagsins er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og geti nýtt sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn býður upp á, auk þess að vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur.

LeiðtogaAuður einbeitir sér að málefnum viðskiptalífsins og því umhverfi sem það starfar í á hverjum tíma.

LeiðtogaAuður varð til í tengslum við verkefnið ,,AUÐUR í krafti kvenna” sem stóð yfir á árunum 2000-2003.

Félagskonur eru nú um 100, lang flestar eru þær í stjórnendastöðum, oft framkvæmdastjórar, hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica