Samþykktir Atvinnurekendadeildar

Samþykktir Atvinnurekendadeildar

1. gr. Heiti , heimili og varnarþing.

Félagsdeildin heitir Atvinnurekendadeild FKA. Heimili hennar og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur og markmið

Tilgangur Atvinnurekendadeildar er að skapa sérstakan vettvang fyrir konur sem starfa fyrir eigin reikning m.a. með það að markmiði að standa vörð um hagsmuni þeirra sem atvinnurekenda, standa fyrir fræðuslufundum sem taka mið af þörfum þeirra og áhugasviði og efla tengslanet þeirra.

3. gr. Starfsemi

Markmiðum sínum hyggst Atvinnnurekendadeildin ná með reglulegum félags- og fræðslufundum og öðrum viðburðum sem deildin stendur að ein eða í samstarfi við aðra.

4. gr. Félagsaðild og félagaskrá

Atvinnurekendadeild er opin öllum félagskonum í FKA sem þess óska og uppfylla áskilnað um að eiga og reka fyrirtæki einar eða með öðrum.

Stjórn deildarinnar heldur skrá yfir félagskonur. Ósk um aðild að deildinni skal beint til framkvæmdatjóra FKA svo og úrsögnum eftir því sem við á. Vanræki félagskona greiðslu árgjalds tvö ár í röð skal litið svo á að hún óski ekki lengur eftir aðild og skal hún þá tekin af félagsskrá.

5. gr. Tekjur

Tekjur atvinnurekendadeildar eru árgjöld félagskvenna, styrkir, vaxtatekjur og aðrar tekjur sem kunna að verða til í starfi hennar.

6. gr. Aðalfundur og starfstími

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum deildarinnar. Hann skal halda fyrir lok maí mánaðar ár hvert. Starfsár og reikningsár deildarinnar er almanaksárið. Aðalfund skal boða með hálfs mánaðar fyrirvara á tryggilegan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Setu og atkvæðisrétt á aðalfundi eiga einungis félagskonur Atvinnurekendadeildar sem mæta á fundinn og staðið hafa skil á félagsgjaldi yfirstandandi árs. Meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi nema annars sé getið í samþykktum þessum.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi og rekstur deildarinar
3. Ársreikningur deildarinnar kynntur og borinn upp til samþykktar.
4. Breytingar á samþykktum
5. Kosning stjórnar
6. Ákvörðun árgjalds
7. Önnur mál

7. gr. Stjórn

Stjórn deildarinnar skal skipuð 7 konum sem kjörnar eru til 2ja ára í senn. Oddatöluár skal kjósa fjórar stjórnarkonur en hitt árið þrjár. Jafnframt skal kjósa 2

konur til vara til eins árs í senn. Gangi stjórnarkona úr stjórn á fyrra ári kjörtímabils skal á næsta aðalfundi kjósa nýja í hennar stað til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Stjórn deildarinnar stýrir málefnum hennar á milli aðalfunda og gætir hagsmuna hennar á grundvelli samþykkta þessara og ákvarðanna aðalfunda.

Stjórn deildarinnar er heimilt að skuldbinda hana fjárhagslega, enda undirriti 3 stjórnarmenn slíkar skuldbindingar. Stjórnin veitir prókúru umboð.

Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir. Formaður boðar til funda með hæfilegum fyrirvara.

8. gr. Árgjald

Árgjald Atvinnurekendadeildar er viðbót við félagsgjald FKA og skal fjárhæð þess ákvörðuð á aðalfundi Ágjaldið er ætlað til uppbyggingar deildarinnar og til að standa straum af kostnaði við þá viðburði sem hún stendur að, eftir því sem það hrekkur til.

9. gr. Breytingar á samþykktum og slit deildarinnar

Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi enda fái breytingartillaga 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur að breytingum skulu berast stjórn ekki síðar en 15. mars og skal þeirra getið í fundarboði aðalfundar.

Komi fram tillaga um að deildinni skuli slitið, sætir hún sömu meðferð og tillaga að breytingum á samþykktum. Ef tillaga um slit deildarinnar er samþykkt skal í kjölfarið tekin ákvörðun um hvernig farið skuli með eiginir hennar og skuldir

Þannig samþykkt á stofnfundi deildarinnar 30. okt. 2013.

Breyting á 7. gr. (fjöldi stjórnar- og varastjórnarkvenna) samþykkt á aðalfundi 4. maí 2017.  
Stofnaðilar Atvinnurekendadeildar voru eftirfarandi:

Nafn Fyrirtæki Netfang
Anna J. Ólafsdóttir Pak ehf. (Snati.is) anna@snati.is
Ásdís Ósk Valsdóttir Húsaskjól fasteignasala asdis@husaskjol.is
Ásta B. Hauksdóttir ahauksdottir@yahoo.com
Erla Bjartmarz GB Heilsa ehf.  Erla@eco.is
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta Islandica ehf lara@urta.is
Guðrún Helga Theodórsdóttir Z brautir og gl ght@z.is
Halla Björg  Esja Travel Kalla@esjatravel.is
Harpa Hauksdóttir IET harpa@icelandeuropetravel.com
Hildur Björgvinsdóttir Ráðum ehf.  hildur@radum.is
Hulda Helgadóttir HH ráðgjöf hulda@hhr.is
Inga Sólnes Gestamóttakan ehf.  inga@yourhost.is
Ingibjörg Gréta Gísladóttir Reykjavík Runway igg@reykjavikrunway.com
Ingibjörg Vigdísardóttir Húsagagnaverkstæðið ehf.  husgagna@gmail.com
KolbrúnVíðisdóttir IET kolbrun@icelandeuropetravel.com
Kristín Edvardsdóttir Hópsnes ehf.  kristin@hopsnes.is
Kristín Edwald Lex ehf.  kristin@lex.is
Kristín Einarsdóttr 1313 ehf.  kristin@1313ehf.is
Lilja Bjarnadóttir Penim ehf - Levis lilja@denim.is
Marentza Poulsen  Café Flora  mp@cafeflora.is
ÓLöf Garðarsdóttir Reykjavík Letterpress olof@letterpress.is
Ragnheiður M. Ólafsdóttir Lex ehf.  ragnheidur@lex.is
Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir Ásútgáfan rosa@papco.is
Sigfríð Runólfsdóttir  Safalinn ehf.  frida@safalinn.is
Sigríður Helga Sveinsdóttir Hjarðarbók Gesthús helga@hjardarbol.is
Þórdís Helgadóttir Hárný harny@simnet.is
Þóra Þórisdóttir Urta Islandica ehf thora@urta.is
Þórdís Sigurgeirsdóttir Eirvík ehf thordis@eirvik.is
Þórunn Reynisdóttir Iceland Reps.is thorunn@icelandreps.is
Mættu en ekki með undirskrift sína á á stofnfundsskjalinu
Bryndís Emilsdóttir Heimsborgir bryndis@heimsborgir
Brynja Guðmundsdóttir Gagnavarslan brynja@gagnavarslan.is
Erna Valsdóttir Fasteignakaup erna@fasteignakaup.is
Geirlaug Þorvaldsdóttir Hótel Holt geirlaugth@yahoo.is
Stefanía Katrín Karlsdóttir Matorka stefania@matorka.is
Vilborg Teitsdóttir Hárgr. Galtará / Hagall vilborgteits@internet.is

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica