Inntökuskilyrði og árgjald Atvinnurekendadeildar

Capture_1540559564298Atvinnurekendadeild er opin öllum félagskonum í FKA sem eiga fyrirtæki einar, eða með öðrum, starfa fyrir eigin reikning og eru með mannaforráð eða stefna að þeim.

Samkvæmt 4. gr. lag í samþykktum um félagsaðild og félagaskrá segir:

Stjórn deildarinnar  heldur  skrá yfir félagskonur.  Ósk um aðild  að deildinni  skal beint til framkvæmdatjóra FKA svo og úrsögnum eftir því sem við á.  Vanræki félagskona greiðslu árgjalds  tvö ár í röð skal  litið svo á að hún  óski ekki lengur eftir aðild og skal  hún þá tekin af félagsskrá.

Árgjald Atvinnurekendadeildar er viðbót við félagsgjald  FKA og skal fjárhæð þess  ákvörðuð á aðalfundi .  Ágjaldið  er ætlað til uppbyggingar deildarinnar og til að standa straum af  kostnaði við þá viðburði sem  deildin stendur fyrir sérstaklega. Starfsárið 2017-2018 er viðbótargjaldið 5.000 kr. 

Til að skrá ykkur hafið samband við Hrafnhildi Hafsteinsdóttur framkvæmdastjóra í netfangið hrafnhildur@fka.is

Samþykktir Atvinnurekendadeildar má nálgast hér í heild  - SMELLTU HÉR

Þetta vefsvæði byggir á Eplica