Atvinnurekendadeild

Atvinnurekendadeild var stofnuð 30 október árið 2013.

Capture_1540559564298Almennt um deildina

Tilgangur  Atvinnurekendadeildar er að skapa sérstakan vettvang  fyrir konur sem  eiga og reka fyrirtæki. Markmið deildarinnar er að standa vörð um  hagsmuni félagskvenna sem atvinnurekenda, standa fyrir fræðslufundum sem taka mið af þörfum þeirra og áhugasviði og efla tengslanet þeirra.  

Markmiðum sínum  hyggst  Atvinnurekendadeildin ná með reglulegum félags- og fræðslufundum og öðrum viðburðum sem deildin stendur að ein eða í samstarfi við aðra.

Félagsfundir eru að jafnaði 6 til 8 að vetri. Á mörgum fundum eru konur að kynna fyrirtæki sín og deila með sér reynslu og þekkingu. Þá hafa margir gestir komið á félagsfundi með erindi og námskeið. Einnig erlendir sendiherrar.

Deildin hefur staðið fyrir könnun á aðstöðu kvenna í atvinnurekstri. Niðurstöðurnar er að finna hér (tengill í könnunina)

Stjórn FKA  heldur  skrá yfir félagskonur.  Ósk um aðild  að deildinni  skal beint til framkvæmdastjóra FKA (fka@fka.is) svo og úrsögnum eftir því sem við á.  Vanræki félagskona greiðslu árgjalds  tvö ár í röð er litið svo á að hún  óski ekki lengur eftir aðild og er hún þá tekin af félagsskrá.

Inntökuskilyrði 

Atvinnurekendadeildin er opin öllum félagskonum í FKA  sem þess óska og uppfylla áskilnað um að  eiga og reka fyrirtæki einar eða með  öðrum.

Stjórn deildarinnar  heldur  skrá yfir félagskonur.  Ósk um aðild  að deildinni  skal beint til framkvæmdatjóra FKA sem og úrsögnum.  

Til að skrá ykkur í Atvinnurekendadeild - SMELLTU HÉR

Samþykktir Atvinnurekendadeildar má nálgast hér í heild  - SMELLTU HÉR


Þetta vefsvæði byggir á Eplica