Á döfinni

05.02.2020 kl. 8:30 - 10:00 Viðburðir Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk FKA Miðvikudagsmorgun

„Ofurkonan var aldrei til!“


„Ofurkonan var aldrei til!“ sagði ein kona á nýliðamóttökunni í Landsvirkjun í síðustu viku og ótrúlega skemmtilegar og þarfar umræður spunnust í framhaldinu.


Eva Ýr Gunnlaugsdóttir þjónustu- og markaðsstjóri hjá Vinnuvernd var ein þeirra sem stóð þarna og ræddi málin og ákveðið var á staðnum að fara meira á dýptina á næsta FKA Miðvikudagsmorgni 5. febrúar 2020 og fjalla um fjölmörg hlutverk kvenna, jafnvægi og hugtakið ,,Ofurkona" sem er jú hugtak sem fæst ekki staðist.

Á miðvikudaginn fjallar Eva Ýr Gunnlaugsdóttir um orsakir streitu, einkenni og afleiðingar hennar. Leitast verður við að upplýsa um leiðir til þess að draga úr streitu á vinnustað og í einkalífi.

Fjallað verður einnig um sjálfsvinsemd og áður en við brunum út í lífið söfnum við okkur saman með að gera einfaldar jógaæfingar með Eygló Egilsdóttur hjá Jakkafatajóga. Það eru æfingar sem henta öllum, engrar kunnáttu er þörf og engin þörf er á búnaði fyrir tímann.

Allar (félags)konur sem vilja vera með innlegg í umræðuna eru hvattar til að mæta í Hús atvinnulífsins Borgartúni á FKA Miðvikudagsmorgun kl. 8.30.

Ljósmynd ,,Að skeina sig, drekka mjólk og klappa hundi" (120 x 160 cm.) eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur frá árinu 1998 sem sýnd var á myndlistarviðburðinum Flögð og fögur skinn sem haldinn var á Listahátíð í Reykjavík árið 1998.


Ofurkona

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica