Á döfinni
12.02.2020

Framtíðar hraðstefnumót, ráð og reynsla.

Opinn viðburður FKA Framtíð fyrir félagskonur FKA.

Framtíðar hraðstefnumót & lærdómur kvenna!

Í kjölfar könnunnar til FKA Framtíðar þar sem spurt var ,,Næsta á dagskrá er… hvað finnst ykkur spennandi?” er greinilegt að framtíðarkonur óska eftir tvennu:

● Fyrirlestur með konum sem hafa náð langt og vilja deila reynslu sinni. Ráð sem geta styrkt okkur fag- og persónulega, "real talk" frá konum sem hafa náð árangri á sínu sviði.
● FKA Framtíðar hraðstefnumót – kynnast betur!

Næst á dagskrá verður því einmitt þannig viðburður!

Fáum tvær mjög öflugar konur, til að deila sinni vegferð og ráðum af ferlinum, áskorunum og sigrum.
Þetta eru þær Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaða hjá Póstinum og Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Póstinum. Þær Sesselía og Sigríður munu m.a. svara eftirfarandi spurningum:

● Hvaða ráð myndir þú gefa 30 ára þér?
● Hver hefur verið mesta áskorunin á þínum ferli – og hvernig tókstu á því?

Þessu til viðbótar tekur Sesselía á efni sem hún hefur verið að vinna mikið með undanfarið: ,,Þú sem vörumerki og markmiðasetning” og Sigríður sömuleiðis “meðvirkni í stjórnum & leiðtogaþjálfun”. Bæði Sesselía og Sigríður hafa flutt erindi um þessi mál víða, alltaf fyrir fullu húsi þar sem færri komust að en vildu.

Að því loknu stillum við upp í FKA Framtíðar hraðstefnumót, þar sem markmiðið er að kynnast hvorri annari enn betur.

● Hvað ert þú að gera í dag?
● Hvert stefnir þú?
● Hvað getur önnur Framtíðarkona gert til að aðstoða þig á þeirri vegferð?

Skráning fer fram á Facebook síðu FKA Framtíðar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica